Og nú er komið börnunum
4.5.2009
Nú eru gjörðir útrásarfíklanna að koma í ljós. Ekki bara gjaldþrot og atvinnuleysi. Börnin og foreldrarnir fara að bíða óbætanlegt sálrænt tjón vegna myrkraverka nokkurra einstaklinga, sem unnin voru með vitund og vilja stjórnvalda. Ábyrgð ykkar er mikil, svo vægt sé tekið til orða.
Barnaverndarmálum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- jennystefania
- skagstrendingur
- snjolfur
- svarthamar
- jonsnae
- egill
- offari
- saemi7
- icekeiko
- kamasutra
- muggi69
- hildurhelgas
- sveinnelh
- zeriaph
- jaherna
- gisgis
- jenfo
- sleggjudomarinn
- vistarband
- gun
- hreinn23
- svanurg
- brjann
- gustichef
- fridust
- fridaeyland
- fridabjarna
- tara
- gudruntora
- kreppan
- kreppukallinn
- ace
- thj41
- skessa
- rutlaskutla
- nimbus
- baldher
- skrilllydsson
- gattin
- jakobk
- annaeinars
- disdis
- himmalingur
- gudrunkatrin
- larahanna
- gudmunduroli
- amman
- katrinsnaeholm
- jensgud
- martasmarta
- fhg
- agustg
- birgitta
- tryggvigunnarhansen
- baldurkr
- fun
- salvor
- kreppuvaktin
- olinathorv
- imbalu
- gelin
- gumson
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- valdimarjohannesson
- flinston
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Nú er bara að byrja að vakta barnaverndarnefnd (sem nýtur verndar hins opinbera) og krefjast þess að sé grunur um vanrækslu barna á fósturheimilum "sem er undir þeirra eftirliti" eða þannig, verði það kært viðstöðulaust því í þannig stöðu eru börnin verr komin en heima. En þarna grasserar gamalt hatur oft og fær það oftar en ekki leyfi frá hinu opinbera að bitna á saklausum börnum með tilheyrandi götudómstólum og upplognum kjaftasögum til að ná sér niðri á einhverjum fullorðnum. Og til þess eru börnin notuð í mörgum tilfellum en ekki öllum sem betur fer. Voru það ekki líka fjárhagsmál sveitarinnar sem voru látin ráða í Breiðuvíkurmálinu? það er ekkert vit í að slíta börn frá foreldrum sem barnaverndarnefnd (oft eftir geðþótta eru úrskurðuð frekar en mannréttindum barnanna) og án dóms og laga, til þess að vista þau hjá stór glæpamönnum Í skjóli barnaverndarlaga. Mér verður eiginlega aðeins flökurt núna, þið verðið að fyrirgefa. þeir sem vinna hjá barnaverndarnefnd mega nú ekki missa vinnuna aumingjarnir! Ég veit ég tek djúft í árinni núna gagnvart mörgum en ég get bara ekki orða bundist. Langar að minna á hvað það tók á taugar heiðarlegs fólks þegar breiðavíkurmálið var opinberað. Svo ef börnin reyna að segja frá hryllingnum er sagt "hvaða vitleysa er þetta, svona talar maður ekki". Og hvar stendur blessað barnið þá? Jú barnaverndarnefnd með allri sinni virðingu almennings og kerfisins eru þeir sem allir trúa á. Myndir þú lesandi góður vilja sjá þitt barn í svona stöðu? Langar að minna á að viðsjál er vagga lífsins. Enginn veit hver verður næstur í þessum málum! Gæti allt eins orðið þitt barn eða barnabarn! hvernig fyndist þér þá að lög og reglur ættu að virka? Gott er að vinna af sanngirni og réttlæti í svona afar viðkvæmum málum, barnanna vegna. Langar að minna á að tengsl barna við fullorðna myndast fyrsta árið og því breyta engin lög. Og þroski barna ræðst meir af hvort þau eru með þeim sem þau eru tengd en hvort þau eru með ótengdu fólki sem fær OK stimpil frá hinu opinbera, tala nú ekki um ef farið er að vanvirða þau eða misnota.Veit ekki hvort þið skiljið þetta öll en svona eru staðreyndirnar og ekki hef ég alltaf fengið hrós fyrir að tjá mig um þær en vona að það geti komið að gagni. Börnin á Íslandi verða ekki ef ég get á nokkurn hátt haft áhrif lengur peningapyngja siðblindra og sjúkra. Minni líka á mannréttindi sameinuðu þjóðanna gagnvart börnum. Öll börn eiga rétt á foreldri sínu. þetta snýst alls ekki um rétt foreldra heldur barna. þessu finnst mér oft á tíðum margir íslendingar gleyma. En það er sem betur fer hægt að fræða heiminn um hver mannréttindi íslenskra barna eru í raun. þurfa íslendingar meiri landkynningu fyrir sína græðgi og grimmd því þetta myndi flokkast þar? Persónulega myndi ég ekki geta tekið að mér að fóstra umkomuleysingja fyrir að græða á þvi. Ef að hjartagæskan er ekki til staðar mun barnið skaðast og hver er þá ávinningurinn af að rífa þau frá foreldrinu? Langar bara til að þið veltið staðreyndum fyrir ykkur.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.