Eru þeir slæmir í fótunum ?
3.5.2009
Það er makalaust með þessa ofurlaunaforstjóra undir verndarvæng ríkisins. Nú síðast Hannes Sigurgeirsson sem umbunaði sjálfum sér fyrir að reka sextán manns frá Steypustöðinni með LandCruiser jeppa. Svo ekki sé minnst á útvarpsstjórann og fleiri á ofurlaunum, sem þurfa nauðsynlega að láta skattgreiðendur borga til þess að þeir komist í vinnuna.
Þeir lifa enn á góðæris tímunum og hafa aldrei heyrt minnst á kreppu og samdrátt. Þessir menn eins og almúginn geta bara drullað sér í vinnuna á tveimur jafnfljótum eða á eigin bíl. Að vera slæmur í fótunum er engin afsökun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Óþægileg tilfinning grípur mig þegar ég heyri af slíum gjörningum og hún er sú að mig langar til að fara og skemma bílinn!
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 3.5.2009 kl. 18:44
Ég fæ snert af þessari fílingu líka
Finnur Bárðarson, 3.5.2009 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.