Ragnarök

Sigmundur Davíð spáir öðru hruni. Þetta er dómsdagsspá og ekki beinlínis uppörvandi fyrir hrjáða þjóð. Varla trúir því nokkur að spámaðurinn sjálfur muni redda okkur frá þessum yfirvofandi ragnarökum, sem hann boðar. En ætli það sannist ekki hið fornkveðna: Enginn er spámaður í sínu föðurlandi.
mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hugmyndin er samt sniðug. Dómsdagur er í nánd - kjósið Framsóknarflokkinn. Ekki beinlínis rökræn hugsun en sjarmerandi samt.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 12:21

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Verður þá ekkert hrun ef við kjósum hann?

Rut Sumarliðadóttir, 24.4.2009 kl. 12:40

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, Rut, það er víst nóg að krossa við B.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 14:15

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Klárt að maður merkir við B fær maður ekki örugglega borgað fyrir það í beinhörðum peningum?

Finnur Bárðarson, 24.4.2009 kl. 14:21

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, þú færð greitt í kók og pulsu að hætti Binga.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 14:30

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þá sleppur maður þessu.

Finnur Bárðarson, 24.4.2009 kl. 14:57

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Eina leiðin til að ég krossaði við B væri ef ég drykki rauðvínið áður en ég fer í kjörklefann en ekki á eftir eins og áætlað er. 

Rut Sumarliðadóttir, 24.4.2009 kl. 15:39

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég þyrfti nú að vera á ofskynjunarlyfjum mega skammti

Finnur Bárðarson, 24.4.2009 kl. 16:03

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

12 flöskur rauðvíns myndu duga þér, Rut. En myndirðu vilja lifa eftir þetta?

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 16:17

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

En ef ég blanda saman megaskammti af ofskynjunarlyfjum og 12 rauðvín, hvern myndi ég kjósa þá?

Eins gott að gera það ekki, yrði eflaust ekki í standi fyrir matarboðið á sunnudeginum!

Rut Sumarliðadóttir, 24.4.2009 kl. 17:26

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rut þá muntu merkja við D Það dugar ekki minna stöff til að merkja við þann lista, nema bráðasturlun komi til :)

Finnur Bárðarson, 24.4.2009 kl. 17:33

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég borða nú bara hafragraut á morgnana (með kanel) og fiskibollur á kvöldin og það dugar til að krossa við D.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 18:48

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Baldur, jæja þú ert nú óborganlegur :)

Finnur Bárðarson, 24.4.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband