Brot og afbrot
22.4.2009
Ég var að velta fyrir mér, fyrirsögninni: " Skattalagabrot rannsökuð". Af hverju er þetta frétt? Fíkniefnabrot rannsökuð, umferðarlagabrot rannsökuð, þykja ekki fréttnæmar fyrirsagnir. Kanski er það málið að það hefur aldrei talist til eiginlegra brota eða öllu heldur afbrota, sem mér finnst betra orð yfir ólögleg athæfi, sem tengjast sköttum.
Þetta eru heldri manna afbrot, sem almenningur lítur á sem eins konar herkænsku, þar sem verknaðurinn er óbeinn. Jakkaföt og silkiskyrtur hafa gegnum tíðina mýkt ásjónu þeirra siðlausu, sem finnst sjálfsagt að við hin borgum fyrir heilbrigðisþjónustu þeirra og skólagöngu barna þeirra. Ég vil að það sé gengið fram með sama hraða og hörku varðandi skattalagafbrot eins og þegar skinkubréf er tekið ófrjálsri hendi.
Skattalagabrot rannsökuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.