Snekkjur líka takk

Landhelgisgæslan sýndi snarræði þegar hún náði í skútuna. Nú væri við hæfi að snúa sér meira krefjandi verkefnum eins og t.d. snekkju Jóns Ásgeirs þó langt sé að fara. Og fyrir alla muni gerið þetta í skjóli nætur svo við þurfum ekki að hlusta á baulið í lögfræðingunum um hin helga eignarrétt. Andvirði snekkjunnar myndi þar að auki gera niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu óþarfan og vel það.
mbl.is Á leið til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert nú að verða kröfuharður

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2009 kl. 17:05

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

og grimmur

Finnur Bárðarson, 20.4.2009 kl. 17:09

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

og ertu kannski reiður líka

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.4.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Finnur minn við eigum að vera kröfuhörð, grimm en ekki reið því það er engin sem veit af henni nema við og bara okkur sem líður illa vegna hennar, láttu mig vita það góurinn.

Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2009 kl. 17:21

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Réttlætið verður að ná fram að ganga. Við höfum notað silkihanskana of lengi. Eva Joly notaði járnglófa með góðum árangri

Finnur Bárðarson, 20.4.2009 kl. 17:28

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Finnur minn ég er sko ekki að tala um að gefa eftir réttlætið bara að gera það þannig að það pirri mann ekki.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband