Reynir að gera Evu Joly tortryggilega

Einhver Brynjar hæstaréttarlögmaður talar af lítilsvirðingu um Evu Joly á Stöð 2 í kvöld. Ráðning hennar hafi verið einkennileg og hún muni ekki nýtast í rannsókninni sem framundan er. Það sem fer mest fyrir brjóstið á þessum gaur er að hún skuli hafa leyft sér að ýja að því, að hér hefðu lögbrot verið framin. Er þetta bara venjulegur karlrembugangur eða minnimáttarkennd, sem er að hrjá Brynjar, að kona þar auki útlensk, skuli verið komin til að ráðleggja mönnum eins og honum, eða er eitthvað annað sem vakir fyrir lögmanninum ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Held helst að Brynjar sé á launaskrá einhvers sem óttast Joly...

Brattur, 15.4.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ekki ósennilegt að einherjir séu farnir að kikna í hnjáliðunum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.4.2009 kl. 21:52

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kanski Brynjar sjálfur ?

Finnur Bárðarson, 15.4.2009 kl. 21:53

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki tala svona um Brynjar. Þetta er stórvelgefinn maður, áheyrilegur og oft skemmtilegur. Gallinn við ykkur er sá að þið hlustið ekki nógu vel og nógu oft á Brynjar - en það geri ég.

Fyrir margt löngu sagði Brynjar í sjónvarpsþætti að samúð hans væri jafnan með sakborningnum. Það er ekki undarlegt. Hann fær sitt lifibrauð af því að halda uppi vörnum fyrir sakborninga.

Nú heldur hann með útrásarvíkingum og steliþjófum hvers konar og þess vegna hugnast honum ekki aðkoma Evu Joly.

Var eitthvert klúður í sambandi við ráðningu hennar? Það er ekki óhugsandi. Hvert er hlutverk hennar, nánar tiltekið? Það væri dapurlegt ef ríkisstjórnin hefur staðið ranglega að ráðningu hennar því okkur væri ómetanlegur akkur að liðveislu þessarar reyndu hæfileikakonu.

Baldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vel mælt Baldur

Finnur Bárðarson, 16.4.2009 kl. 12:59

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þetta er einmitt það sem við þurfum núna, kasta rýrð á Evu Joly! Auðvitað er vitað að það var óhreint mjöl í pokahorninu enda fór landið  á hausinn! Halló, fór það fram hjá nokkrum? Er ekki nokkuð klárt að einhver gerði einhvað rang?

Rut Sumarliðadóttir, 16.4.2009 kl. 13:29

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Rut það er EKKI nokkuð klárt. Ef það væri klárt þyrftum við ekki Evu Joly. Okkur GRUNAR að góðir drengir hafi lent í slæmum félagsskap, eins og mömmurnar segja, og skotið fé undan. Það gæti orðið þrautin þyngri að sanna það. Eva Joly kann öll trixin og við verðum endilega að njóta hennar aðstoðar. Mér finnstfráleitt að nota einhver ummæli hennar í fjölmiðlum til þess að gera hana tortryggilega. En auðvitað verður að standa rétt að ráðningu hennar, annars verður þetta eins og Baugsmálið - hæstiréttur hendir öllu gumsinu út vegna formgalla.

Baldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband