Sturlun
11.4.2009
Eru allir orðnir geggjaðir í þessum flokki. Getur enginn talað íslensku.
![]() |
Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
-
jennystefania
-
skagstrendingur
-
snjolfur
-
svarthamar
-
jonsnae
-
egill
-
offari
-
saemi7
-
icekeiko
-
kamasutra
-
muggi69
-
hildurhelgas
-
sveinnelh
-
zeriaph
-
jaherna
-
gisgis
-
jenfo
-
sleggjudomarinn
-
vistarband
-
gun
-
hreinn23
-
svanurg
-
brjann
-
gustichef
-
fridust
-
fridaeyland
-
fridabjarna
-
tara
-
gudruntora
-
kreppan
-
kreppukallinn
-
ace
-
thj41
-
skessa
-
rutlaskutla
-
nimbus
-
baldher
-
skrilllydsson
-
gattin
-
jakobk
-
annaeinars
-
disdis
-
himmalingur
-
gudrunkatrin
-
larahanna
-
gudmunduroli
-
amman
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
martasmarta
-
fhg
-
agustg
-
birgitta
-
tryggvigunnarhansen
-
baldurkr
-
fun
-
salvor
-
kreppuvaktin
-
olinathorv
-
imbalu
-
gelin
-
gumson
-
vefritid
-
vilhjalmurarnason
-
valdimarjohannesson
-
flinston
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Fyrirgefðu, en hvað er það sem þú ekki skilur eftir lestur fréttarinnar?
Bjarni er einfaldlega að segja það að báðir framkvæmdastjórarnir og fyrrverandi formaður hafi vitað um málavöxtu. Báðir þessir framkvæmdastjórar hafa látið af störfum, Geir er hættur sem formaður.
Er eitthvað annað sem þú ekki skilur?
Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 22:38
Skil ekki nokkurn skapaðan hlut þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar
Finnur Bárðarson, 11.4.2009 kl. 23:11
Þetta er búinn að vera hinn undarlegasti páskafarsi. Menn eru svo ótrúlega klaufalegir við að ljúga sig út úr hlutunum:
- Guðlaugur Þór kemur af fjöllum og kannast ekki við neitt.
- Kjartan Gunnarsson kemur af fjöllum og kannast ekki við neitt.
- Geir Haaarde segist einn hafa afgreitt múturnar frá FL-Group án þess að nokkur vissi neitt. Hann tekur á sig alla ábyrgð því hann einn vissi af þessu.
- Nokkrum mínútum síðar segist Geir einn hafa afgreitt múturnar frá Landsbankanum og enginn annar hafi komið þar nálægt. Geir segist axla alla ábyrgð. Samt getur hann ekki axlað ábyrgð í verki því hann hefur þegar sagt sig frá stjórnmálaþátttöku.
- Upplýst er að endurskoðandi FL-okksins gerði athugasemd við mútugreiðslurnar þegar hann fór yfir bókhaldið með Kjartani Gunnarssyni. Kjartan laug þess vegna þegar hann sagðist "halda" að hann hafi ekkert heyrt af málinu fyrr en í fréttum.
- Guðlaugur Þór kannast við að hafa fengið menn til að sníkja styrki. Hann kannast einnig við að hafa oft rætt við Sigurjón Þ. Árnason bankastjóra Landsbankans, þann sem afgreiddi mútuféð. Guðlaugur þór man þó ekki hvað þeim fór á milli.
- Bjarni Ben semur við Andra framkvæmdastjóra FL-okksins um að segja af sér. Þó Andri hafi hvergi komið nærri. En það er FL-okknum fyrir bestu að Andri taki saklaus á sig sök.
- Stjórnarmaður FL-groups og varaformaður játar að hafa setið beggja vegna borðs og afgreitt sjálftöku handa FL-okknum.
- Lykilmaður hjá Landsbankanum játar að hafa setið beggja vegna borðs og afgreitt sjálftöku handa FL-okknum.
- Sigurjón Þ. Árnason (holla hollvinar) segist einn hafa afgreitt mútuféð til FL-okksins.
- Í kjölfar greiðslu mútufésins gerðust skrítnir hlutir varðandi afgreisðlu Orkuveitu Reykjavíkur og samninga á milli REI og EGG. Guðlaugur Þór var stjórnarformaður OR og FL-Group stór hluthafi í EGG.
Jens Guð, 11.4.2009 kl. 23:11
Jens þú ert snillingur
Finnur Bárðarson, 11.4.2009 kl. 23:13
Ég er bara að reyna að átta mig á atburðarrásinni og samhenginu við raunveruleikann. Ég er fæddur og uppalinn í Sjálfstæðisflokknum. Pabbi var lengi formaður flokksins í Skagafirði. það var löngu fyrir þann tíma er frjálshyggjan og meðfylgjandi græðgisvæðing heltók flokkinn með tilheyrandi siðleysi og firringu.
Ég er kominn hátt á sextugsaldur og man þá tíma þegar það dýrmætasta sem menn áttu var mannorðið. Það hafði ekkert með flokkspólitík að gera. Það átti við um alla að menn kæmu hreint fram, væru menn sinna orða og hefðu sitt á tæru. Óháð flokkslínum gengu menn í ábyrgð fyrir hvern annan og þurftu ekki að þinglýsa skuldbindingum. Orð stóðu og allt var uppi á borðum. Þannig lagað.
Jens Guð, 11.4.2009 kl. 23:41
Einmitt mannorðið það var mér kennt líka. Lítið var talað um flokka en að vera heiðarleg manneskja það var það sem men lögðu mikið upp úr. Man ekki eftir neinum sem fæddist með silfurskeið í munni en hlýjan var til staðar
Finnur Bárðarson, 12.4.2009 kl. 00:06
Mannorð virðist skipta þessa menn litlu þegar peningar eiga í hlut
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.4.2009 kl. 00:35
Akkúrat Jakobína
Finnur Bárðarson, 12.4.2009 kl. 01:44
Jakobína hvað er mannorð? Er það ekki eitthvað frá því í gamladaga? Ég hefi ekki séð mannorðið á ferli lengi. Það er þvímiður einfaldlega horfið.
Offari, 12.4.2009 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.