Ísland á einn vin

Sá er ekki af lakari taginu. Barack Obama. Vona bara að forseta vorum verði ekki blandað inn í þessa heimsókn, þá er voðinn vís.
mbl.is Áhugi á samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og ekki veitir nú af. En ósköp varð hún nú endaslepp vinátta þeirra Davíðs og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Eins og Davíð garmurinn var nú hreykinn af henni í Sjónvarpinu forðum. Bússi hirti bara þotuhræin fjögur eins og hendi væri veifað, kvaddi í styttingi og bað ekki einu sinni fyrir kveðju til Davíðs.

Svona gera menn ekki!

Árni Gunnarsson, 5.4.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hægan! Hægan! Var ekki Davíð hættur þegar þoturnar fóru? Ég heyrði að George Bush hefði gefið skýr fyrirmæli um að gera engar breytingar á Íslandi meðan Davíð væri forsætisráðherra. Þú getur ekki ætlast til Bandaríkjamenn nenni að hafa hér flugvélar þegar gamall hippakommi er (var) orðinn utanríkisráðherra.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 19:18

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Við verðum að sjá til, en það verður gaman að sjá alvöru stjórnmálamann. En ekkert er fast í hendi varðandi vináttu. Maðurinn veit ekki enn hvaða volaða land hann er að heimsækja.

Finnur Bárðarson, 5.4.2009 kl. 19:36

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hægan! Hægan! Hverslags úrkynjunarvaðall er hlaupinn í þig, Finnur Bárðarson letingi? Það er vináttan sem blífur, mannfjandi. Vináttan er hrygglengjan í lífinu, strákandskoti. Ræktaðu vináttuna umfram allt annað líf, já umfram þitt eigið líf og heilsu.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 19:41

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rétt hjá þér Baldur varðandi vináttuna

Finnur Bárðarson, 5.4.2009 kl. 20:22

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svona eing og grísinn, flagð undir "fögru" skinni

Jón Snæbjörnsson, 5.4.2009 kl. 20:42

7 identicon

Össur rokkar!

G.

Gunnar (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 01:47

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það verður vart of honum tekið hvað þetta varðar Gunnar :)

Finnur Bárðarson, 6.4.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband