Varið ykkur á byssumönnum
5.4.2009
Þeir ætla sko ekki að hætta að skjóta þó að þeim verði þrengt. Foringi veiðimanna segir: Menn hætta ekki að skjóta, líklegra er að menn leiti annað, m.a. á opin svæði í nágrenni Reykjavíkur. Hvað með t.d. Bláfjallasvæðið, Heiðmörkina, Elliðaárdalinn? Þar er örugglega eitthvað á hreyfingu sem hægt er að miða á. Nóg af skotmörkum strákar.
Mótmæla breyttum opnunartíma skotsvæðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Facebook
Athugasemdir
Það einfaldlega kemur ekki til greina að sætta sig við þessa mismunun og ofríki gegn einni íþróttagrein frekar en annarri.
corvus corax, 5.4.2009 kl. 22:44
Mér finnst líka vera mikill hávaði og ónæði í kringum knattspyrnuvelli og eiginlega miklu meiri skarkali þar en í kringum skotæfingasvæði.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 03:53
Verð að játa að ég var of fljótur að lesa fréttina. Hélt að um veiðimenn væri að ræða en ekki íþróttaskotmenn. Nokkur munur þar á
Finnur Bárðarson, 6.4.2009 kl. 15:40
Það eru til menn sem keppa í að kasta flugu með veiðistöng en veiða aldrei. Stunda þetta aðeins sem keppnisgrein. Hef ekki frétt af neinum sem stundar slíkt hérlendis en kynntist einum slíkum í Noregi.
Heimurinn er sem betur fer svolítið fjölbreyttur.......ennþá.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:39
Ég vil benda á að veiði- og skotíþróttamenn eða konur eru oft þau sömu þó af sjálfsögðu eru dæmi um að skotíþróttafólk stundi ekki skotveiði. Skerðing á svæði veiðifólks tel ég jafn slæmt og skerðing á svæði skotíþróttafólks, rökin sem ég færi fyrir því eru þau að veiðimenn vilja af sjálfsögðu ekki munda skotvopn sitt á bráðina nema einu sinni því særð bráð er síðasta sort. Einnig til að mynda það starf sem skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis vinnur er ötult og óeigingjarnt starf, starfsmenn (félagsmenn)allir sem einn vinna sjálfboðavinnu til að fólk hvívetna frá geti komið og æft sig við meðferð skotvopna, taka að sér nýliða sem kunna minna með skotvopn að fara og leiðbeina þeim í rétta átt og tala ekki um að ráðleggja þeim að æfa sig ekki á öðrum svæðum en þar til gerðum skotæfingarsvæðum.
þakka lesturinn.
Halldór Ingi Hákonarson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.