Þriggja flokka stjórn ?

Nokkrar góðar hugmyndir hjá Framsóknarmönnum. Sérstaklega hugnaðist mér þessi ályktun "Eignir auðmanna erlendis haldlagðar". Enginn flokkur hefur, að því er ég best veit, sagt þetta svona afdráttarlaust. Er kominn efniviður í þriggja flokka stjórn eftir kosningar ?
mbl.is Vaxtalækkun og niðurfærsla skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jónína það er svo margt sem mér hugnast við hreyfinguna og vona innilega að hún komist yfir 5% strikið.

Finnur Bárðarson, 4.4.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Það vona ég svo sannarlega líka. Það þarf a.m.k. að skapa þrýsting á fjórflokkamaskínuna, þó ekki væri nema í formi eins eða tveggja þingmanna frá XO.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 4.4.2009 kl. 17:53

4 Smámynd: Offari

Ég vill hinsvegar fá þjóðstjórn. Vandamálið er flókið og því þarf að taka erfiðar og áhættu samar ákvarðanir. Þjóðstjórn getur skoðað fleiri sjónarmið þótt lengur verði að koma hlutunum í gegn en þó tel ég líklegra að slík stjórn gæti aftur unnið traust þjóðarinar.

Mér líst vel á hugmyndir Framsóknarmanna en finnst aðrar hugmyndir vera óraunhæfar. Flestar þeirra byggjast á því að fasteigna verð muni hækka en ég tel að 2007 verðið muni verða sögulegt hámark í nokkra áratugi. Því tel ég miklu betra að afskrifa stran frekar en að bíða eftir að allt hrynji með mun meiri afföllum.

Offari, 4.4.2009 kl. 17:57

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef við hefðum bara þann þroska Offari að velja þjóðstjórn

Finnur Bárðarson, 4.4.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Offari

Ég hef trú á að þjóðin þroskist í þessu óstandi. Okkar gildismat er allt annað í dag við munun flótlega átta okkur á því að við getum ekki endalaust lifað í fortíðini og getum vel staðið saman um að byggja nýjan grunn undir betri framtíð.

Offari, 4.4.2009 kl. 18:18

7 Smámynd: Brattur

... nei ég held það verði að hvíla Framsókn ásamt Sjöllunum í dágóðan tíma ... treysti SF og VG best til að vinna okkur út úr vandanum...

Brattur, 4.4.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband