Tvö hús
3.4.2009
Á DV er greint frá því að annað af tveimur húsum Hannesar Smárasonar við Fjölnisveg hafi verið atað rauðri málningu. Vörður er nú við húsið. Það var ekki rauða málningin sem vakti athygli mína heldur þetta græðgislega fyrirbæri að eiga tvö risavaxin hús við dýrustu götu borgarinnar. Svo má spyrja sig hvort Hannes eigi húsin en ekki þjóðin ? En ljóst má vera að það fer þrengja að fjárglæframönnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- jennystefania
- skagstrendingur
- snjolfur
- svarthamar
- jonsnae
- egill
- offari
- saemi7
- icekeiko
- kamasutra
- muggi69
- hildurhelgas
- sveinnelh
- zeriaph
- jaherna
- gisgis
- jenfo
- sleggjudomarinn
- vistarband
- gun
- hreinn23
- svanurg
- brjann
- gustichef
- fridust
- fridaeyland
- fridabjarna
- tara
- gudruntora
- kreppan
- kreppukallinn
- ace
- thj41
- skessa
- rutlaskutla
- nimbus
- baldher
- skrilllydsson
- gattin
- jakobk
- annaeinars
- disdis
- himmalingur
- gudrunkatrin
- larahanna
- gudmunduroli
- amman
- katrinsnaeholm
- jensgud
- martasmarta
- fhg
- agustg
- birgitta
- tryggvigunnarhansen
- baldurkr
- fun
- salvor
- kreppuvaktin
- olinathorv
- imbalu
- gelin
- gumson
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- valdimarjohannesson
- flinston
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
hey sniðugt. ætli hann eigi ketti í þessum húsum? vonandi ekki. köttum er illa við málningu.
patty og selma, 3.4.2009 kl. 17:29
Ég myndi aldrei ætla ketti svo slæmt hlutskipti að vera í návist Hannesar :)
Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 17:31
Að því er ég best veit á konan hans húsin.
Annars hefði mér fundist flott ef hann hefði gert húsið á 9 upp í þeim stíl sem það var byggt. Það er að vísu friðað að utan með upprunalega hurð og glugga með gamlalaginu, en á húsinu var skífuþak. Húsið er flott að utan. Garðurinn fínn og vel hugsað um það, en að innan var öllu snúið við. Þarna bjó ég fyrstu 20 árævinnar og hef meiri taugar til þess en ég hélt.
Hólmfríður Pétursdóttir, 3.4.2009 kl. 17:46
Í alvöru? Rosalega fallegt hús það er bara synd að það sé óhreinkað með manni eins og Hannesi. Húsið á betri örlög skilið. En það er einhver lenska að blása öllu þessu fallega út.
Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 17:50
nei kettir eiga betra skilið.
patty og selma, 3.4.2009 kl. 18:46
patty og selma þið eruð þá sannir kattavinir, velkomnar í heimsókn alltaf :)
Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 19:01
Frekar ógeðslegt, ekki satt? Það er aðeins ár liðið síðan Hannes var elskaður og dáður. Þeir sem útsvína hann í orði núna dáðu hann þá og sleiktu hann upp sem mest þeir máttu. Þá mátti ekki halla orði á þetta óskabarn þjóðarinnar, nú lofsyngja menn pöpulinn sem slettir málningu á húsið hans. Lélegt.
Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 19:42
Skil punktinn hjá þér Baldur. En ég vil heyra hringl í handjárnum og járnglófum.
Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 19:57
Finnur, þetta er ágætt áhugamál sem þú skalt stunda af elju í hjónaherberginu - en láttu útrásarvíkinginn í friði.
Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 20:56
Það er líklegast rétt að þjóðin á þessi hús. Nú er lag að rukka gaurinn um húsaleigu.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 3.4.2009 kl. 20:57
Aldrei í lífinu Baldur skal ég láta víkingana í friði, aldrei !!
Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 21:04
Sigrún: Ég auglýsi eftir hústöku fólki a La Danmark
Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 21:05
Og kemur ekki að tómum kofanum, ég veit um tvo aðila af yngri kynslóðinni sem eru að leita sér að húsnæði Þú verður að koma með fleiri.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 3.4.2009 kl. 21:10
Þetta er risahús, er með áhugasama í deiglunni
Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 21:21
Ég á ekki við nokkurn mann hér en nokkuð til í þessu hjá Baldri;
quote
Það er aðeins ár liðið síðan Hannes var elskaður og dáður. Þeir sem útsvína hann í orði núna dáðu hann þá og sleiktu hann upp sem mest þeir máttu. Þá mátti ekki halla orði á þetta óskabarn þjóðarinnar, nú lofsyngja menn pöpulinn sem slettir málningu á húsið hans. Lélegt.
unquote
sorglegt hvað margir gjörsamlega misstu sig og poppa nú upp sem aðal- mennirnir og nú með allt sitt á kristaltæru
Jón Snæbjörnsson, 3.4.2009 kl. 23:29
gott Jón
Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 23:33
B.Her lofsöng ef til vill og halelújaði fyrir einu ári, Jón - en langt er frá að "allir" hafi gert það. Persónulega finnst mér hreinlegra að fara í löglegar aðgerðir gegn fjárglæfra-mönnum og málningarslettur í laumi ekki sérleg hetjudáð.
Öryggisvarslan sem fyrrum dýrlingarnir kaupa sér, segir sína sögu um hvernig þeir líta sjálfir á eigin sök og hugsanlegar afleiðingar gjörða sinna.
Hlédís, 4.4.2009 kl. 18:16
Hvað ertu þú að ljúga upp á mig, kerling? Ég legg það ekki í vana minn að lofsyngja auðjarla þótt sumir geri það sýknt og heilagt. Mér fannst hólið og smjaðrið ganga alltof langt þá og mér hugnast ekki að sjá skrílinn taka að sér dómsvaldið núna.
Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 18:26
Þú ert að bulla, karl-grey! Ég fullyrti ekkert um þig - hvað þá laug. - Hef ekki nógan áhuga á fyrirbrigðinu.
Annars er ég sammála því að málningarslettur og gífuryrði séu óþörf nú.
Hlédís, 4.4.2009 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.