VÍS í sukkinu
3.4.2009
Ég hafði bara ekki hugmyndaflug til að halda tryggingafélög stunduðu útlánaviðskipti. Greinilega hefur VÍS talið það mikilvægasta verkefnið að skjóta sumarhúsi yfir Sigurð upp á 840 fermetrar, með fimm baðherbergjum, 50 fermetra vínkjallara, tvöföldum bílskúr og tveimur gufuböðum. Það verður stutt að bíða þess að Tryggingafélögin fari sömu leið og bankarnir og lífeyrissjóðirnir. Formúlan er þekkt.
200 milljóna veð í sveitasetri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já það er sennilega langt í að allt sé komið í ljós enn.
hilmar jónsson, 3.4.2009 kl. 13:29
Ég ætla að hafa auga með Sjóvá
Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 13:53
Og af hverju sjást ekki fjöldauppsagnir trygginga frá viðskiptavinum??????
Davíð Löve., 3.4.2009 kl. 14:21
svona á milli vina........ ekkert mál að fá lánað - strákar svona okkar á milli þá veit ég fyrir víst að þeir þe Kaupþingsmenn voru með "sommilier" á sínum snærum og sá var með budget í kringum EUR 1.000.000 - ekki dónalegt það
"sommilier" er svona vínsérfræðingur, sem sagt sér mann sem sá um val á öllum vínum fyrir þessar fínu veizlur sem haldnar voru á vegur þessa félags og stjórnenda og eigenda fyrirtækisins
Jón Snæbjörnsson, 3.4.2009 kl. 14:30
budget á ári
Jón Snæbjörnsson, 3.4.2009 kl. 14:30
Okkur er ekki viðbjargandi Davíð, Jón hann hefur örugglega hugsað sér 30 manna staff.
Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 14:44
Þegar ég sá þessa byggingu fyrst hélt ég að þarna væri verið að byggja einhverskonar "virkjun" eða sambærilegt mannvirki - meðalmaðurinn þekkir ekki svona lifnaðarhátt, sukk og svínarí
Jón Snæbjörnsson, 3.4.2009 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.