Loksins verkefni sem FME ræður við
2.4.2009
Þeir hjá FME vöknuðu greinilega upp af Þyrnirósarsvefninum, þegar þeim var tilkynnt um aðkallandi verkefni, sem hugsanlega væri viðráðanlegt, grunur um að bankaleynd hafi verið rofin. Þá brettu menn aldeilis upp ermarnar. Gengið var rösklega til verks og tveir hugsanlegir sakborningar fundust samdægurs á Morgunblaðinu. Er ekki kominn tími til að loka þessari gagnslausu stofnun í eitt skipti fyrir öll og verja fjármunum í eitthvað annað. Morgunblaðið á hins vegar þakkir skildar fyrir að rjúfa þessa sprenghlægilegu bankaleynd.
Brutu þau bankaleynd? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er snilld. Þrjátíu brennuvargar kveiktu elda sem öllu eyða og skilja eftir rjúkandi rúst. Það er vitað hverjir þeir eru. En FME hefur ekki tíma til að taka þá í yfirheyrslu af því að það þarf að handtaka gamla konu fyrir að ganga á grasinu.
Haraldur Hansson, 2.4.2009 kl. 16:08
Einmitt Haraldur
Finnur Bárðarson, 2.4.2009 kl. 16:19
Skemmtileg myndbönd. Ert það þú sem spilar á gítar og, eða trommur?
Sleppi kommentum á "le politik"
Bestu kveðjur, Ingibjörg
Ingibjörg SoS, 2.4.2009 kl. 18:22
Nei ég hnoðaði þessu saman í Sound Track Pro
Finnur Bárðarson, 2.4.2009 kl. 18:24
ps. Hvaða rosa stafastærð var þetta hjá mér. - Allt í lagi núna sé ég.
Ingibjörg SoS, 2.4.2009 kl. 18:24
Mjög flott. - Upprennandi ..........
Ingibjörg SoS, 2.4.2009 kl. 18:25
Upprennandi !!!! ha :)
Finnur Bárðarson, 2.4.2009 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.