76 milljónir í laun á ári
31.3.2009
Ragnari Z. Guðjónssyni og Magnúsi Ægi Magnússyni, forstjórum Byrs, dugðu ekkert minna en samtal 76 milljónir króna í árslaun á árinu 2008. Á sama tíma og "tap" bankans nemur 29 milljörðum. Ragnar kemur nú jarmandi upp að ríkisjötunni og heimtar að skattgreiðendur opni veskin sín til borga tapið og launin hans líka. Þess má líka geta að Ragnar ásamt öðrum stjórnendum sæta nú rannsókn að hálfu FME.
Ég segi hingað og ekki lengra. Það kemur ekki ein króna úr mínum vasa til þessa spilavítis. Aldrei.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Facebook
Athugasemdir
Finnur þó!
Hvaða níska er þetta ? Þú veist þeir þurftu að borga svo mikinn arð - o sona - Jepparnir eru líka svo dýrir og bensínfrekir. Við sláum saman í bensín á annan jeppann hans Ragnars- eina áfyllingu. Svo ekki meir.
Hlédís, 31.3.2009 kl. 11:52
Maður hleypur ekki úr lífsstílnum
hilmar jónsson, 31.3.2009 kl. 11:54
Ég er búinn að stofna banka: Finns Banki Global holding. Búinn að keyra hann í þrot á einum degi og er á leiðinni til Steingríms J
Finnur Bárðarson, 31.3.2009 kl. 11:57
Ég pant líka komast á jötuna - Me-he-he-e!
Hlédís, 31.3.2009 kl. 12:05
Góð bæði og Skemmtilegar síðustu færslurnar ykkar. Þurfti nú að beita heilasellunni minni nokkuð til að átta mig á pistli Hilmars en það kom :)
Finnur Bárðarson, 31.3.2009 kl. 12:12
Úps það var víst einhver annar Hilmar. Pistlarnir þínir eru hvellskýrir.
Finnur Bárðarson, 31.3.2009 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.