Fórnarlamb

Þetta byrjaði bærilega hjá Ingibjörgu en svo kom það að lokum: "Við létum gildismat Sjálfstæðisflokksins og viðskiptalífsins yfir okkur ganga og súpum nú seyðið af því ásamt með þorra þjóðarinnar"

Af hverju ekki bara vera hreinskilin og segja: "Við tókum þátt í þessu með Sjálfstæðisflokknum brosandi út að eyrum". Flokkurinn hlýtur að hafa haft sjálfstæðan vilja, eða hvað? Þetta fórnarlambstal fer í taugarnar á mér. 


mbl.is Átti að gera skýrari kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ræfilslegt, ræfilslegt, afspyrnu ræfilslegt.

Ótrúlegt að ágætisfólk og margt bráðvel gefið skuli hafa gert þessa konu að pólitískum leiðtoga sínum.

Árni Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 17:38

2 identicon

Þessi flokkur er að verða tímalaus tímaskekkja. Fórnarlamb eigin hroka og valdagræðgi. Sem hann sakar aðra um. Vinstri Grænir eru að verða stærsti flokkur landsins, þökk sé þessum flokki. Vont þar sem hugmyndin með Samfylkingunni er afskaplega góð og sexý fyrir almenning í landinu.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 17:40

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já af hverju ekki vera afgerandi: "Þetta var helvítis rugl allt saman og ég tók þátt í því að fúsum og frjálsum vilja".

Finnur Bárðarson, 27.3.2009 kl. 17:47

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Strákar, þið eruð ekki þjóðin! Nei, segi nú svona, þetta er frekar hallærislegt, held að eina afsökun ISG sé sú að hún var orðin fársjúk.

Rut Sumarliðadóttir, 27.3.2009 kl. 17:56

5 Smámynd: Offari

Þetta virðist vera farið að snúast meir og meir um að benda á hvern annan en einfaldlega að viðurkenna að þessi leið sem farin var virtist virka en nú hefur því miður komið í ljós að um blekkingu var að ræða.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru´mestu fórnarlömb þessarar blekkingar ´hvað traust varðar. Ég skil hinsvegar ekki hvernig Samfylkinguni tekst að halda haus því mest af regluverkinu kom frá ESS sem allir vita hverjir innleiddu.

Offari, 27.3.2009 kl. 17:59

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er bara sammála öllum hér. Rut: Þetta um að vera ekki þjóðin, fór alveg með hana. Offari hárrétt hjá þér með þetta að benda á aðra. Sjálfur viðurkenni ég alltaf mistök (humm... geri ég mistök ?) mín vegna til þess að þá læri ég eitthvað. Rosalegt sjálfshól er þetta í mér allt í einu jæja....

Finnur Bárðarson, 27.3.2009 kl. 18:09

7 Smámynd: Brattur

Það virðist vera erfitt fyrir pólitíkusana að viðurkenna mistök sín, jafnvel þó þeir séu að hætta... en Ingibjörg hefur nú samt í gegnum tíðina staði sig mjög vel í stjórnmálunum og oftar en ekki liðið fyrir það að vera kona... Gleymum því ekki að SF er stærsti flokkurinn í dag samkv. öllum skoðanakönnunum og alls ekki hægt að segja að hann sé "tímaskekkja" Að mínu mati er SF nútímalegasti flokkur landsins með vaxtaverki!

Brattur, 27.3.2009 kl. 18:18

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Brattur: Enginn er alvondur, sama get ég sagt um Geir. Kunni alltaf vel við manninn. Batt vonir við Ingibjörgu. Bæði hafa verið öflugir stjórnmálamenn. En svo kemur alltaf að þessu með að viðurkenna mistök.

Finnur Bárðarson, 27.3.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband