Að lenda í ævintýrum
24.3.2009
Hreinn Loftsson segir: "Bankarnir lentu í höndum ævintýramanna" . Hið rétta er að bankarnir voru gefnir mestu fjárglæframönnum í sögu Íslands. Það er alger óþarfi að vefja þessu inn í bómull og tala um menn sem "lenda í ævintýrum". Þessa einstaklinga á að handjárna með hendur fyrir aftan bak og leiða fyrir sérstakan saksóknara: Finn Ingólfsson, Ólaf Ólafsson, Björgólf Guðmundsson og Björgólf Thor Björgólfsson. Eigur þeirra á gera upptækar.
Þetta er þó bara byrjunin. Síðan eru það bankastjórarnir, sem að sjálfsögðu eiga að fá sömu meðferð og síðast en ekki síst einkavæðingarnefnd og stjórnmálamenn sem áttu hlut að máli. Eru þetta virkilega ekki nóg af upplýsingum til að sérstakur saksóknari fari að sýna lit ? Eða þarf almenningur að fara að berja potta og pönnur eina ferðina enn?
Lentu í höndunum á ævintýramönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla að kaupa mér banka, fá lánað hjá bankanum, fyrir bankanum með veði í bankanum!
Ekki banka, er í banka!
Rut Sumarliðadóttir, 24.3.2009 kl. 14:48
Ég er búinn að kaupa Landsbankann sjálfur
Finnur Bárðarson, 24.3.2009 kl. 14:54
Úti er ævintýri - Þyrnisrós (Solla stirða) svaf á meðan þjóðin öskraði "ekki meir Geir...". Ég er með öll mín viðskipti í "Blóðbankanum enda er ég svo mikið GÆÐAblóð, það hálfa væri nóg", samt finnst mér að sá dagur munni eflaust koma að DRAGÚLA nái að komast í þá sjóði líka...!
Jakob Þór Haraldsson, 24.3.2009 kl. 15:49
Gott komment Jakob, þetta með blóðbankann :)
Finnur Bárðarson, 24.3.2009 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.