Innflutningur á spiki
20.3.2009
Róbert Wessman ætlar að hefja stórfelldan innflutning á spikfeitum Bandaríkjamönnum. Þetta ku ekki vera neinir venjulegir einstaklingar, örlítið yfir kjörþyngd. Þetta eru fleiri tonn af spiki sem um er að ræða.
Geri ráð fyrir að Icelandair Cargo sé að sérútbúa flugvélar sínar til að geta tekist á við innflutninginn. Þegar búið verður að skera burt mörina dugar væntanlega svifflugvél til að koma þessari endurunnu vöru til síns heima.
Eitt augnablik hugsaði ég um HIV smituð og sveltandi börn í Afríku. En auðvitað vill dr. Wessmann ekki svoleiðis fólk. Hann vill feita, ríka og freka. Þar er gróðavonin.
Gætu orðið til 300 störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bíddu, en ekki hvað?
Hvaða nöldur er þetta í þér?
Ertu svona öfundsjúkur kommatittur sem hatast út í RW af því að hann hefur efnast á eigin dugnaði?
Sá aumingjaskapur sem núverandi stjórn boðar og stendur fyrir mun leggja landið í auðn á nokkrum mánuðum. Héðan mun allt duglegt fólk flýja undan skattaofsóknum og kæfandi ríkisvæðingu og eftir verða aumingjarnir og afæturnar sem vilja mergsjúga samneysluspenann, sem verður fljótur skraufaþurr þegar þessir óhæfu vinstrimenn hafa komist til valda.
Liberal, 20.3.2009 kl. 16:48
Hm...... Kommatittur eða ekki kommatittur, og svo smá öfund. Veit ekki. En spik er það svo mikið er víst
Finnur Bárðarson, 20.3.2009 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.