Berserkir óhróðurs
14.3.2009
Einn af máttarstólpum þjóðfélagsins , Hjörleifur Jakobsson, forstjóri eins af fyrirtækjum Ólafs Ólafssonar, Kjalars, fer mikinn í blaðagrein í Fréttablaðinu. Hann segir "ofurbloggara", sem hannn kallar berserki óhróðurs, í skipulagðri rógsherferð gegn saklausum athafnamönnum og líkir aðförinni við ofsóknir á hendur meintum kommúnistum á McCarthy tímanum í Bandaríkjunum. Þeir, athafnamennirnir, eru sem sagt kommarnir.
McCarthy tókst að setja venjulegt fólk á vonarvöl sem ekkert hafði til saka unnið. Fjárglæframenn settu íslensku þjóðina á vonarvöl. Skildi Hjörleifur þessi hafa gleymt því að fóstbróðir hans Ólafur Ólafsson var einn af þeim sem veitti sjálfum sér 500 milljarða króna lán. Ef þessi maður er kalla eftir meðaumkun er hann á rangri braut. Fjárglæframönnum verður aldrei fyrirgefið og ég ætla bara að vona að "ofurbloggarar" haldi ötulir áfram að minna okkur á tilvist þeirra og gjörðir a.m.k. þangað til sérstakur saksóknari fer að skoða mál þeirra af alvöru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, söguleg vitund Höskuldar þessa er nokkuð sérstök. Vil helst ekki hugsa um það til hvaða samlíkinga hann kann að grípa næst...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 03:40
Gyðingaofsóknirnar verður næsta samlíking
Finnur Bárðarson, 15.3.2009 kl. 10:55
Vildi bara ekki segja það, Finnur. Þú tókst af mér ómakið...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.