Nýlenduvöruverslun Geraldar
13.3.2009
Jón Gerald hyggst stofna verslun á Íslandi. Nú er það þannig með mig að ég kaupi þar sem hagkvæmast er að versla og gildir þá einu þótt sjálfur kölski eigi verslunina. Nú ef þetta verður alvöru verslun er ekki ólíklegt að maður kíki við. En ef tilgangurinn hjá Jóni með versluninni, er einhver persónuleg vendetta gegn Jóhannesi í Bónus, erkióvininum, nenni ég ekki að vera með. Þeir verða bara að gera upp sín mál í einhverju húsasundi.
Jón Gerald kynnir Smart Kaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið rosalega er ég sammála. Á maður að kaupa það að þessi gaur vilji bjarga landi og þjóð af tómri elsku og svo ætlar hann ekki einu sinni að græða á þessu!
Íris Margrét Valdimarsdóttir, 13.3.2009 kl. 20:35
auðvitað ætlar hann að græða á því, þú startar aldrei bisness sem þú ætlar ekki að græða á.... það bara gerist ekki.
Voru ekki fréttir um það fyrir stuttu að krónan væri búin að gefast upp í verðsamkeppni við bónus og lýst því yfir að það væri ekki hægt að keppa við bónus í lágvöruverslun? Ef jón gerald býður samkeppnishæf verð, þá mun ég að sjálfsögðu versla þar sem verðið er lægst!
Hvort sem verslunin er herferð gegn jóni ásgeiri breytir mig engu ef afurðin er betra verð fyrir mig.
Þór Ólafsson, 13.3.2009 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.