Fórnarlamb blysfarar

Ekkert finnst mér eins leiðinlegt og  væmið, eins og þessar kertafleytingar og blysfarir.  Nú á aumingja Jóhanna að verða fórnarlamb slíkrar uppákomu. Ég er sannfærður um að hún sé sama sinnis og ég, og kjósi að vera að heiman meðan á þessum ósköpum stendur. Tíu villtir hestar myndu ekki getað dröslað mér í slíka göngu. Hvers vegna fara menn ekki bara með góða og hressa hljómsveit, eins og Hjálma, heim til Jóhönnu? Þeir myndu bræða hjarta hennar.
mbl.is Blysför til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blysfarar, skilið kveðju frá mér til Jóhönnu og þakkið henni kærlega fyrir þennan góða aðgerðarpakka til að bjarga fjárhag heimilana, vá 25 % hækkun vaxtabóta strax 1. ágúst n.k. Raunsarleg er hún og ASÍ (Gylfi) er þegar búinn að þakka henni innilega fyrir þetta. Þá er ekkert að vanbúnaði og rétt að ganga til kosninga, ekki satt ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband