Leikritið heldur áfram
10.3.2009
Leikrit Sjálfstæðisflokksins, Málaþófið, í leikstjórn Birgis Ármannssonar, sem einnig fer með aðalhlutverkið, heldur áfram. Hvergi örlar á lokaþættinum. Nú er þetta leikrit að breytast í sápuóperu, sem þjóðin er fyrir löngu orðin hundleið á. Ef leikararnir vilja ekki drösla sér niður af sviði og láta tjaldið falla gætu þeir a.m.k. sýnt örmagna áhorfendum þá lágmarkskurteisi, að gera leikhlé, sem að skaðlausu mætti standa fram yfir kosningar. Síðan má halda áfram eða endursýna.
Saka sjálfstæðismenn um málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.