Engin frjálshyggja ?

Var það það þá jafnrétti, umhyggja, bræðralag og sanngirni sem kom þessu öllu af stað ?
mbl.is Hér var ekki hörð frjálshyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Í landinu hefur lengst af lýðveldistímanum ríkt óheft forsjárhyggja. Það má velta því fyrir sér hvernig allt hefði farið værum við enn utan EES með ríkisbankana eins og þeir voru o.s.frv. Hætt er við að kreppan sem við sitjum í núna hefði komið miklu fyrr og verið viðvarandi.

Skúli Víkingsson, 3.3.2009 kl. 13:30

2 identicon

Hér ríkti hörku jafnaðarmannastefna.

Hér var blandað hagkerfi - slíkt er millileið á milli capitalisma og sósíalisma og eitt af aðaleinkennum jafnaðarmennsku.

Hér var stórt og dýrt velferðarkerfi - einnig eitt af aðaleinkunnum jafnaðarmennsku.

Hér voru aðeins þrjú ríkisfyrirtæki einkavædd (Búnaðarbankinn, Landsbankinn og Landssíminn).

Hér voru háir skattir - 38% tekjuskattur.

Hér voru massíf ríkisumsvif - yfir 750 stjórnsýslunefndir.

Hér var fyrir um tveimur árum síðan voru reykingar bannaðar á skemmtistöðu og á veitingahúsum, slíkt skerðir eignarrétt.

Hér er ríkisvætt menntakerfi, ríkið á skóla á öllum menntastigum.

Hér er ríkisvætt heilbrigðiskerfi.

Hér eru stórt og dýrt almannatryggingarkerfi.

Hér starfar íbúðalánasjóður sem er í eigu ríkisins og starfar  í beinni samkeppni við einkaaðila.

Hér er ríkisvædd póstþjónusta.

Hér eru reknar dýrar almenningssamgöngur (flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gefa meira að segja "frítt" í strætó.)

Seðlabanki Íslands notast við svokallað Fiat peningakerfi sem þýðir að hér eru prentaðir peningar án þess nein verðmæti séu á bakvið þá, frjálshyggjan boðar hinsvegar svokallaðan gull-standard en það þýðir að viss ákveðin upphæð af gulli liggur á bakvið hvern útprentaðan seðil.

Hér á landi er rekið dýrt ríkisstyrkt landbúnaðarkerfi.

Hér eru massíft og flókið laga- og regluverk um rekstur bankastofnana.

Hér er ríkisvæddur orkuiðnaður.

Hér eru sterk stéttarfélög sem fólk er skyldað til að ganga í.

Hér er fólk skyldað til þess að borga í sameignarlífeyrissjóði.

Hér er ríkiseinkasala á áfengi.

O.fl.

Frjálshyggjan boðar frelsi einstaklingsins, alheilagan eignarrétt, laizzes fair (algjörlega frjálst) markaðshagkerfi, lágmarks stjórstjórnsýslan (engin ríkisfyrirtæki og eins ódyr og smávaxin stjórnsýslan og mögulega er hægt að komast upp með).

Ég spyr því hvar var öll þessi frjálshyggja sem allir eru að tala um?

Því ég sé ekki betur en að hér hafi bara verið rekin hörku sósíalismi.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 13:36

3 identicon

Skelfilegt er að horfa upp á þetta yfirlætisfés. Tími er kominn til að Engeyjarveldið líði undir lok.

Kolla (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 14:11

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Góður listi hjá honum Hafsteini.

Ef það hefði verið þessi frjálshyggja, og bankakerfið hefði hrunið svona alveg eins, þá kæmi það ekki fram í hærri sköttum, því það kæmi Ríkinu bara ekkert við. 

Ásgrímur Hartmannsson, 3.3.2009 kl. 15:00

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hafsteinn þó ég sé ekki endilega sammála þeim sem gera athugasemd hér, hef ég aðdáun á þeim sem skrifa ýtarleg innlegg án fúkyrða. Þú hefur margt til þíns máls í upptalningu þinni. En segir hún alla söguna?

Finnur Bárðarson, 3.3.2009 kl. 15:02

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er enn ekki að skilja hvað einkarekinn banki og afdrif hans komi mér persónulega við. Voru þeir ekki í einkaeigu. Ég átti ekkert í honum.

Finnur Bárðarson, 3.3.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband