Röng ákvörðun

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill verða áfram formaður flokksins. Hún vill ekki bregðast þjóðinni á ögurstundu segir hún. Hún er hins vegar að bregðast kjósendum flokksins. Málið er þetta að það er engin eftirspurn eftir henni um þessar mundir. Hún er of nátengd efnahagshruninu. Hún hefði að sjálfsögðu átt sýna þá visku að víkja til hliðar og styðja Jóhönnu til formanns. Það er a.m.k. vilji kjósenda ef marka má skoðanakannanir. Næstu skoðanakannanir um fylgi flokkanna munu glögglega sýna svart á hvítu, afleiðingar þessarar óskynsamlegu ákvörðunar Ingibjargar.
mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Það er þó hætt við því að kjósendur geti ekki refsað henni fyrir síðasta ríkisstjórnarsamstarf því hún ætlar að fljóta á vinsældum Jóhönnu.

Margrét Sigurðardóttir, 28.2.2009 kl. 12:13

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er einmitt málið

Finnur Bárðarson, 28.2.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband