Ég er ekki aflögufær

images

Gunnar Örn Kristjánsson, sem nýlega lét af starfi sem stjórnarformaður Nýja Kaupþings og sagði af sér eftir tveggja daga setu, stendur í málaferlum. Þessi maður á nokkuð skrautlegan feril að baki. Í apríl 2004 var gefin út ákæra á hendur honum fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar sem endurskoðandi þegar framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna varð uppvís  að draga að sér 77 miljónir úr sjóðnum. Af einhverjum ástæðum hefur Gunnar höfðað mál gegn ríkinu og krefst 449 milljóna króna.

Vandamálið er þetta: Ég er ríkið ásamt nokkrum öðrum skattgreiðendum.Hann er í raun að krefja mig um hálfan milljarð króna. Ég er bara ekki aflögufær Gunnar minn, þó þú sér á kúpunni. Þú verður að snúa þér annað. Þú getur  t.d. farið í röðina hjá mæðrastyrksnefnd eins hundruðir annarra Íslendinga þurfa að gera um þessar mundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband