Skýrslan sem skipti ekki máli
24.2.2009
Það er komið á daginn að þessi "mikilvæga" Evrópuráðsskýrsla um regluverk evrópskra seðlabanka kom seðlabankafrumvarpinu nákvæmlega ekkert við. Höskuldur hefði alveg eins getað pantað eintak af Séð og heyrt. Hann var eindregið á móti því á sínum tíma að fá umsögn Evrópusambandsins þegar þau stóðu til boða. Skyndlilega er einhver skýrsla ESB þingmanninum svona óskaplega mikilvæg. Ég hélt að Framsókn vildi bara ekkert með ESB og þeirra álit með að hafa. Það var ömurlegt að horfa á hann í vonlausri vörn í Kastljósinu í gær tafsandi á orðum. Greinilegt er að hann ætlaði slá einhverjar pólitískar keilur en þær komu honum allar í koll.
Höskuldur í háskaför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.