Framsókn í bólið með Sjálfstæðisflokknum
23.2.2009
Það er að koma á daginn eins og mig grunaði. Stuðningur við minnihlutastjórnina var bara generalprufa fyrir frumsýninguna í apríl. Nú hefur Höskuldur Þórhallsson ákveðið að seinka afgreiðslu seðlabankafrumvarpsins og "skoða málið betur". Birkir Jón var hins vegar hlynntur því að afgreiða málið strax. Er ekki búið að skoða þetta nóg?Ástæðan fyrir þessu útspili Höskuldar snýst ekkert um málefni. Hann telur pólitíska hagsmuni sína mikilvægari, enda eru þeir Birkir Jón að takast á um sæti Valgerðar Sverrisdóttur og hann vill sýna tennurnar.
Andlitsdrættir "nýju" framsóknarforystunnar eru óðum að skýrast, og taka á sig gamalkunnuga og skuggalega mynd eins af fortíðardraugum Framsóknar.
Skynsamlegt að bíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mig grunaði þetta STRAX í UPPHAFI nýjar stjórnar, með Framsóknarflokkinn.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 23.2.2009 kl. 16:11
Má maðurinn ekki eiga sína eiginn skoðunn á málinu??
Þurfa alþingismenn alltaf að fylgja hvað sinn flokkur hefur að segja enn ekki hvað þeim fynnst??
Guðaugur (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.