Hann er djúpvitur í bloggi sínu, Einar K. Guðfinnsson. Hann færir þjóðinni ný tíðindi þegar hann segir: "Kjarni málsins er þessi: "Nú blasa við þjóðinni gríðarleg verkefni, bæði til lengri og skemmri tíma". Þessar upplýsingar koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann hlýtur að vera skyggn. Einar beitti sér fyrir brýnasta verkefninu til að koma þjóðinni aftur á réttan kjöl með því að heimila stórfelldar hvalveiðar. Síðan kemur gullkornið: "Við Sjálfstæðismenn höfum enda sýnt það að við nálgumst verkefnun út frá efni máls og viljum þoka góðum málum áfram". Það hefði kanski verið meiri hreinskilni hjá Einari að segja það bara hreint út: "Við viljum tefja fyrir framgangi góðra mála". En látum það liggja milli hluta.
Vandamálið er hins vegar þetta. Það er bara enginn tími til að "þoka einhverju áfram" Það þarf að ganga í verkin með hraði. Ég treysti Sjálfstæðisflokknum ekki til þess og allra síst Einari þó hann hafi sýnt snerpu þegar kom að hvalveiðunum enda hafði hann ekki marga daga til stefnu að hrinda þessu mikilvæga máli í framkvæmd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
Athugasemdir
Þeir kunna þetta, þessir kallar. Í hvert skipti sem ég heyri sjálfstæðismenn tjá sig fer um mig nettur hrollur. Þetta er liðið sem setti okkur á hausinn en hefur samt haft áratugi til að gera hlutina rétt. Afhverju hafa þeir allt í einu orðið lausnir og útskýringar sem ekki lágu á lausu þegar þeir voru við stjórnvölinn ?
Mér finnst að þetta fólk þekki ekki og sé ekki tilbúið til að hlusta á þjóð sína og gamli hugsunarhátturinn um að fólk sé fífl ( nema rétt fyrir kosningar ) sé í fullu gildi hjá þeim og þeir treysti því að almenningur sé fljótur að gleyma
Hjalti Tómasson, 23.2.2009 kl. 12:28
Hver er Einar Joð?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2009 kl. 12:30
Glöggt er gests augað. Það á víst að vera S. Annars er maður alltaf að rugla þessu enda óþolandi þegar menn eru troða einhverjum bókstöfum in í nöfn sín.
Jæja en takk fyrir ábendinguna Heimir
Finnur Bárðarson, 23.2.2009 kl. 12:42
Einar Kristinn, þá tölum við sama mál;)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2009 kl. 13:58
He, he :)
Finnur Bárðarson, 23.2.2009 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.