Viðkvæm samskipti við aðrar þjóðir
18.2.2009
Auðvitað er það með öllu óþolandi að forsetinn sé með þetta sífellda gaspur í erlendum fjölmiðlum. Við erum nú alveg nógu miklir hálfvitar fyrir, í augum umheimsins, svo ekki sé verið að bæta í. Það vakti hins vegar athygli mína að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði í samtali við RÚV um þetta mál, að það væri mjög óheppilegt að forsetinn væri að tjá sig, þar sem samskipti okkar við erlend ríki væru á mjög viðkvæmu stigi. Á sama tíma er hún og fleiri þingmenn að krefjast stóraukinna hvalveiða. Skildi það nokkuð vera viðkvæmt mál, sem gæti skaðað sambönd okkar við önnur ríki?
Rætt um ummæli forsetans á fundi utanríkismálanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.