Hryðjuverkaþjóðin
17.2.2009

Jóhanna er ekki búin að tala við Gordon Brown. Þetta kom fram í svari Össurar Skarphéðinssonar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á alþingi. Ég held að það sé nú orðið of seint, að koma vitinu fyrir þennan ofbeldissegg. Geir glutraði niður tækifærinu þegar hann nennti ekki að taka upp símtólið á sínum tíma. Samtalið milli Jóhönnu og Brown hefði getað hljóðað eittvað á þess leið:
Jóhanna: Sæll ég er nýr forsætisráðherra Íslands og ég vil spjalla við þig um hryðjuverkalögin.
Brown: Jæja er búið að skipta um leiðtoga í hryðjuverkasamtökunum.
Jóhanna: Okkur finnst þessi framkoma ykkar gagnvart okkur vera ósanngjörn
Brown: Ha? eru viðbrögð við hryðjuverkum ósanngjörn?
Jóhanna: Getum við ekki samið um eitthvað, þetta er að sliga þjóðina?
Brown: Við semjum aldrei við hryðjuverkamenn, venjuleg skjótum við þá. En í ykkar tilfelli sýnum við áður óþekkta mildi. Í stað þess að skjóta ykkur, gerum við ykkur bara gjaldþrota. Það er einfaldara og ódýrara fyrir okkur og tilgangurinn er að sjálfsögðu að sliga ykkur.
![]() |
Jóhanna ekki heldur rætt við Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.