Ögmundur plokkar fjaðrir af Guðlaugi Þór
16.2.2009
Þeir sitja ekki aðgerðalausir á þinginu. Einbeita sér að þjóðþrifamálum með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi eins og alltaf. Það kom þó ekki í veg fyrir að þingmennirnir Ásta Möller og Guðlaugur Þór Þórðarson gæfu sér tíma til að ræða um meintan ritstuld á frumvarpi, sem núverandi heilbrigðisráðherra hefur með frekju eignað sér heiðurinn af. Að sjálfsögðu, ritstuldur varðar við lög. Þetta er grafalvarlegt mál og þjóðinni er brugðið.
Þingmenn karpa um fjaðrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.