Raddir fólksins þagna

Egill Helgason fær það óþvegið í bréfi, sem hann birtir á bloggsíðu sinni frá öðrum aðstandanda Radda fólksins, Hjálmari Sveinssyni. Egill kom með þá hugmynd,  að nú væri kominn tími til að beina spjótunum að fjárglæframönnum. Meirihluti þjóðarinnar hefur krafist þess að gengið verði af hörku gagnvart þessum mönnum sem steyptu landinu í glötun. Þetta hugnast ekki talsmönnum Radda fólksins. Ég leyfi mér að birta eina athugasemd úr þessu fúkyrðabréfi Hjálmars. Bréfið er hægt að skoða í heild að bloggsíðu Egils á eyjan.is

"EH hefur lengi verið með “ólígarkana og kleptókratana sem settu landið á hausinn” á heilanum og viljað stjórna framgöngu mótmæla á þann veg að fyrst yrði ráðist á auðmenn og bankamenn og síðan landsfeður. Í pólitískum barnaskap telur EH að það sé vísasta leiðin til árangurs að fara á svig við landslög. Hann verður að eiga það við sjálfan sig".

Ef það er opinber stefna Radda fólksins, að ekki megi hrófla við þessum fjárglæframönnum þá ætla ég ekki framar að ljá þessum samtökum rödd mína. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er með þennan keisara eins og aðra þeir eru allir berrassaðir þegar maður skoðar þá betur og frekar ófrýnilegir. Góð blogg hjá þér þó að við séum ekki sammála á öllum sviðum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.2.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Takk, sömuleiðis

Kveðja

Finnur

Finnur Bárðarson, 15.2.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband