Íslenskur aðall
12.2.2009
Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið veikir fyrir fólk af aðalsættum. Bjarni Benediktsson er kominn af Engeyjarættinni og er því nánast sjálfkjörinn sem formaður flokksins. Ég fór að rýna í ættarsögu mína í von um að finna þó ekki væri nema einn dropa af bláu blóði, einhverja Briemera, Blöndala, Thorsara, Thorarensena. Ekkert slíkt var að finna í minni ættarsögu. Annar hver forfaðir minn hét Jón og svo gomma af Guðmundum. Allt bláfátækir bændur og ekki einn einasti klerkur eða sýslumaður þar á meðal. Ég hefði aldrei átt sjéns í formanninn.
Enn einn í formannsslag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það sama er hér, bara óslitin alþýðutengsl, kotbændur og sjómenn. Enda hefur mér aldrei dottið til hugar að kjósa íhaldið.
Margrét Sigurðardóttir, 14.2.2009 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.