Ég skulda engum
10.2.2009
Sko, hvaða rugl er hér í gangi? Ég hef ekki tekið nein andskotans lán og ég hef ekki lánað neinum neitt. Þótt Björgúlfsfeðgar, Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Kaupþingsmenn og allir hinir fjárglæframennirnir 90 hafi verið í pókerspilinu, undir leiðsögn stjórnvalda síðasta áratuginn, var ég ekki við borðið.
Samt er verið að klifa á því við mig að ég sé skuldugur upp fyrir haus vegna spilamennsku þeirra. Ég endurtek: Ég skulda engum neitt og bréf upp á það. Niðurstaðan er einföld, ég borga ekkert. Kemur bara ekki til mála. Þannig hugsa ég núna, einfalt og jarðbundið. Þeir sem voru í pókerspilinu gera bara upp sín mál og láta mig í friði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.