Hinn siðmenntaði bankastjóri

David

Hvergi í hinum siðmenntaða heimi myndi nokkrum manni detta það í hug, að víkja Davíð Oddssyni úr embætti. Ég hef ekki verri heimildarmann fyrir þessu en seðlabankastjórann sjálfan. Sjálfur hefur hann staðið dyggan vörð um siðgæðið með því að leggja niður stofnanir eins og Þjóðhagsstofnun, sem honum líkaði ekki við, atast í öryrkjum, taka skáld á teppið, skamma biskup út af smásögu sem klerkur nokkur skrifaði sér til skemmtunar og birti í Morgunblaðinu og síðast en ekki síst reka bankastjórann Sverri Hermannsson með þessu kurteislega bréfi :

"ef þið lagið ekki þvæluna, sem þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem viti hvað þeir eru að gera. Ég vil fá svar frá þér ­ annað en skæting í fjölmiðlum ­ strax ­ því ég mun ekki sitja lengur kyrr ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband