Framsókn i enn meiri hreinsun

Á dauða mínum átti ég von en að ég skyldi fara að hrósa Framsóknarflokknum. Nú er það Valgerður Sverrisdóttir sem hefur tilkynnt að hún ætli ekki bjóða sig fram til alþingis í næstu kosningum. Svo virðist sem, að þessi flokkur sé sá eini, sem ætlar að mæta kröfum þjóðarinnar um algjöra endurnýjun. Flokkurinn á hrós skilið.

Hvað varðar aðra flokka er lítið að gerast í þessum efnum. Sömu andlitin birtast í fjölmiðlum brosandi út að eyrum með tilkynningar um áframhaldandi framboð. Þar má t.d. nefna Árna Johnsen og Árna Mathiesen, Sigurð Kára og Ástu Möller og nánast alla hina í Sjálfstæðisflokknum, sem af einhverjum ástæðum líta á á sig enn sem gilda fulltrúa hins nýja Íslands.

Í þessu máli mega hinir flokkarnir taka sér Framsókn til fyrirmyndar ef þeir ætla sér skapa einhvern trúverðugleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband