Útvarpsstjóri þarf að komast í vinnuna
31.1.2009
Ég var að horfa á Pál Magnússon útvarpsstjóra lesa fréttir í sjónvarpinu. Hef reyndar aldrei skilið þessa áráttu hans að sífellt vera trana sér fram á skjáinn. Þá laust niður í huga mér þessari hugsun, hvers vegna þarf ég að borga fyrir hann bíl fyrir utan hátt tveggja milljóna króna mánaðarlaun. Ég talaði rasandi yfir þessu óréttlæti við vin minn um daginn. Hann horfði á mig forviða og sagði: "Hvað er að þér núna Finnur minn, skilurðu ekki að maðurinn þarf að komast í vinnuna".
Mér varð orðfall og hugsaði, óskaplega getur maður verið tregur. Auðvitað þarf maðurinn komast í vinnuna. Hvað myndi gerast ef hann kæmist ekki í vinnuna. Það myndir hreinlega vera skrúfað fyrir útsendingar RUV. Maður er alla vegana kúgaður til að vera áskrifandi hvort sem manni líkar betur eða verr. Já auðvitað þarf Páll að komast í vinnuna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.