Framsókn sprengir ríkisstjórn sem er ekki til

Það er nú að koma á daginn sem mig grunaði. Hið rétta andlit Framsóknarflokksins er nú að birtast þjóðinni. Sigmundur formaður sem alltaf hefur klifað á því að engan tíma mætti missa, varla klukkustund. Lausn á vandamálum þjóðarinnar yrði að hafa algeran forgang og stjórnmálaþrætur væru aukaatriði. Hann sagði að vísu að þetta væri engin draumastjórn sem hann hyggðist styðja. Það skildi þó ekki vera að draumstjórnin væri minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks. Ilmurinn úr kjötkötlunum eftir áralanga samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn er hreinlega of freistandi fyrir Framsókn.
mbl.is Þríeykið þingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Það er vonandi að Sigmundur Davíð hafi séð í gegnum sjónarspil þessara flokka.

Gylfi Björgvinsson, 30.1.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Skil Framsóknarflokkin fullkomlega! Miklu frekar að styðja við Sjálfstæðisflokkinn! Vinstri-Grænir geta ekki verið í ríkisstjórn. Þeir hafa alltaf verið duglegir við að rífa kjaft í stjórnarandstöðu! Meira fer ekki af þeirra afrekum og enn síður ef þeir eru á leiðinni í ríkisstjórn!

Þorsteinn Þormóðsson, 30.1.2009 kl. 17:47

3 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Framsóknarmenn geta náttúrulega ekki skrifað uppá hvað sem er sem er náttúrulega óskö eðlilegt.

Þorsteinn Þormóðsson, 30.1.2009 kl. 17:57

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Takk fyrir athugasemdir ágætu gestir. Það er bara svo brýnt að fá starfandi stjórn en ég skil nokkuð vel að Framsókn vilja gera sig gildandi og ég hef álit á Sigmundi en sporin hræða.

Finnur Bárðarson, 30.1.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband