Allt í þessu fína
30.1.2009
Geir Haarde ávarpaði hjörðina í safnaðarheimilinu Valhöll í dag og sagði að ástandið væri bara aldeilis ekki slæmt. Hvað er í gangi? Engar þúsundir atvinnulausra, engin gjaldþrot fyrirtækja og heimila. Maður hefur verið að þvælast um Austurvöll í mótmælum, rauðglóandi af bræði, bloggandi um eitthvað ímyndað slæmt ástand í þjóðfélaginu. Svo er þetta bara allt allt tómur misskilningur. Hér er allt í lukkunar velstandi. Hvers vegna í ósköpunum gat maðurinn ekki ropað þessu út úr sér fyrr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.