1,4 milljón á dag í laun
30.1.2009
Eimskipafélag Íslands tapaði níutíu og sex milljörðum í rekstri. Hinn ábyrgðarfulli forstjóri félagsins ,Baldur Guðnason þurfti að fá í laun til áorka þessu hvorki meira né minna en 1,4 milljón á dag í laun. Ég endurtek á degi hverjum. Við skulum leggja nafn þessa manns á minnið og bætum honum í safn þeirra einstaklinga sem eyðilögðu Ísland.
Það er nú svo komið að maður treystir sér varla lengur til að lesa fréttir dagsins án þess að vera búinn að taka inn góðan skammt af Primperan. (lyf við ógleði) slíkur er sorinn sem manni er boðið upp á dag eftir dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
42 milljónir á mánuði? Getur ekki verið rétt - fjandinn hafi það!
Björn Birgisson, 30.1.2009 kl. 13:43
Jú þetta er rétt Björn sjá hér: http://www.visir.is/article/20090130/VIDSKIPTI06/574045468
Finnur Bárðarson, 30.1.2009 kl. 13:57
Þetta eru ekki laun - þetta er ránsfengur!
Björn Birgisson, 30.1.2009 kl. 14:13
Því miður þetta er það sem er þjóðinni er boðið upp á og það eru margir fleiri þarna úti með svipuð kjör. Það er verið að ræna þjóðina.
Finnur Bárðarson, 30.1.2009 kl. 14:17
Er ekki hægt að gefa út veiðileyfi á svona menn?
Björn Birgisson, 30.1.2009 kl. 14:24
Ef ég hefði umsjá með slíkum veiðileyfum myndi ég glaður úthluta þeim og jafnvel borga mönnum fyrir það.
Finnur Bárðarson, 30.1.2009 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.