Mótmælum áfram á Austurvelli
29.1.2009
Það er engin ástæða til að hætta að mótmæla á Austurvelli. Enn situr seðlabankastjórnin tonnatakslímd við leðurstólana í Svörtuloftum. Enn situr ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, maðurinn sem gerði allt rétt. Enn sitja í bönkunum starfsmenn sem gáfu eiginkonum sínum eitt stykki hús af hreinni tilviljun rétt fyrir hrunið. En síðast en ekki síst þarf útrásarskríllinn, landaráðliðið, að fá að finna finna til tevatnsins. Allir þekkja nöfn þeirra. Það er búið að lumbra réttilega á stjórnmálamönnum og kanski af gæsku ætti þjóðin að gefa þeim stund til að draga andann (en bara stutt). Það er mikilvægt að standa vaktina þrátt fyrir nýja ríkisstjórn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.