Ef Davíð fer
26.1.2009
Hvað gerist þegar Davíð fer úr Seðlabankanum. Það er auðvitað skuggalegt að hinu fjárhagslega gereyðingarvopni verði sleppt lausu út meðal fólksins. Það jákvæða er hins vegar, að hann mun vafalaust storma upp í Valhöll með náhirðina í eftirdragi og sprengja Sjálfstæðisflokkinn í tætlur. Hann mun örugglega opna svarta kladdann og opinbera kolsvartar upplýsingar um innviði flokksins og tengsl við fjárglæfraöfl.
Sjálfstæðismenn nötra af skelfingu vegna hugsanlegrar endurkomu Foringjans í stjórnmál og þá er hann, að þeirra mati best geymdur í Seðlabankanum ef ekki er hægt að koma honum t.d. fyrir á einhverju bókasafni þar sem hann gerir engan óskunda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.