Hvers vegna ekki allir ?

Þarna glutraði Jón Gnarr niður möguleikanum, að gera alvöru breytingar á stjórnarháttum í borginni. Hvers vegna hóðaði hann ekki í alla og spurði hvort allir væru ekki til í tuskið? Vinna saman. Er það eitthvað náttúrulögmál að það þurfi alltaf að vera fylkingar sem eru með eða á móti. Er þetta ekki allt fólk sem vill endilega vinna fyrir okkur borgarbúa ? Þá ættu bara allir að fá að vera með sem svo óska.
mbl.is Besti og Samfylking ræða saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég hélt hann mundi gera nákvæmlega eins og þú segir Finnur

Jón Snæbjörnsson, 31.5.2010 kl. 15:19

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það væri hægt að koma þessu í gang strax, skipta með sér verkefnum, Hanna Birna stjórinn um sinn að minnsta kosti. Það hefði verið ljúft að sjá alla önnnum kafna við sinna mikilvægum verkefnum okkur til hagsbóta.

Finnur Bárðarson, 31.5.2010 kl. 15:25

3 Smámynd: Geir Ágústsson

En af hverju ætti hann samt að gera það? Hann er með öll tromp á hendi sér og mun meðvitað eða ómeðvitað sækja sér samstarfsaðila sem veita honum sem minnsta mótstöðu.

Svona eins og Sjálfstæðismenn hafa oft valið sér Framsókn í samstarf á Alþingi.

Eða eins og Samfylkingin hefur alið Vinstri-græna upp í dag.

Eða þar sem flokkar fá hreinan meirihluta, að sækja sér ekki neinn samstarfsaðila. 

Geir Ágústsson, 31.5.2010 kl. 15:27

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Geir ég var að tala um breytingar á hinu hefðbundna kerfi. Er þetta með meirihluta og minnihluta að gagnast okkur ?

Finnur Bárðarson, 31.5.2010 kl. 15:42

5 Smámynd: Benedikta E

Tek undir það - Þarna gerir Jón Gnarr mikil mistök - fari fram sem horfir.

Eins það að Jón Gnarr virðist ekki leita að samstarfi - heldur þægum ljá í þúfu - og til þess hefur honum ekki fundist Hanna Birna líkleg.

Benedikta E, 31.5.2010 kl. 15:50

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hanna Birna hefur bein í nefinu. En hún hefur líka aðra hæfileika eins og víðsýni og umburðalyndi fyrir mismundani skoðunum. Það fékk hún í sínu uppeldi sagði maður við mig sem þekkir vel til.

Finnur Bárðarson, 31.5.2010 kl. 16:03

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Benedikta E er greinilega búin að gleyma sínum eigin skrifum t.d. þessu hér

En þar fyrir utan tel ég að samstarf S og Æ sé ekki lífvænlegt, meirihlutinn verði of tæpur, því borgarstjórnarflokkur Besta er ekki flokkur heldur sex einstaklingar. Ég held að eini möguleikinn á meirihlutaþátttöku Besta sé í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn stefni menn á annað borð að meirihlutinn lifi út kjörtímabilið.

En það er auðvitað ekkert sem hindrar "minnihlutann", hver sem hann verður, í því að vinna með meirihlutanum kjósi hann svo. Það er ekkert nema gott eitt um það að segja að Hanna Birna boði ný vinnubrögð, því Sjálfstæðismenn hafa alla tíð rekið hatrama stjórnarandstöðu í borginni. Man einhver eftir einhverju sem þeir lögðust ekki gegn meðan þeir voru í minnihluta?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2010 kl. 16:46

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Axel: Mér hugnast ekki Dagur, en lífvænleg borgarstjórn er trúlega eins og þú segir Æ og D . Það er kanski óskhyggja hjá mér að allir geti farið í eina sæng.

Finnur Bárðarson, 31.5.2010 kl. 17:08

9 Smámynd: Benedikta E

Axel - nei nei ég er engu búin að gleyma af mínum bloggum - samkvæmt kosningaúrslitunum þá var greinilegur meirihluti fyrir  - Æ + D og talaði fyrir því í minni blogg færslu  enda sýndist mér það vera traustasta staðan fyrir borgarmálin - svo þau höfnuðu ekki úti í - SKURÐI -

Satt best að segja þá datt mér ekki til hugar að sjálfur Jón Gnarr væri svo ófrumlegur og lágt siglandi að hann leitaði til þeirra sem best færu í vasa - Að það yrði númer eitt hjá honum.............!

Við verðum bara að vona það besta fyrir Borgina okkar - og að hún hafni ekki úti í skurði...................!

Benedikta E, 31.5.2010 kl. 17:41

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég held að Jón Gnarr og félagar séu að spila þetta algjörlega eftir eyranu og koma til með að gera það áfram, hverja sem þeir semja við. Það er ekkert að marka hvað Jón segir í dag enda er hann að leika pólitíkus.

Það sem er svo hlægilegt við þetta allt er að Dagur kokgleypir við öllu bullinu og heldur að um fúlustu alvöru sé að ræða. Þegar hann fattar að þetta er grín hættir hann í borgarstjórn og samfylking og Sjálfstæðið samið eftir hefðbundnum leiðum þar sem samtryggingin ræður ríkjum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2010 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband