Andstæðingar Ólafs kom út úr skúmaskotum

Það fór eins og Eva Joly spáði fyrir um. Margir munu reyna að leggja stein í götu þeirra sem rannsaka þessi mál og gera þá tortryggilega. Nú eru þeir stíga þeir fram með Stuðmanninn Jakob Frímann í farabroddi ásamt Bubba Mortens. Baksviðs bíður lögfræðingahjörðin undir stjórn Brynjars Níelssonar reiðubúin að láta til skarar skríða.
mbl.is „Þarf að færa fram sterk rök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að Eva Joly hafi séð ég gegnum vanhæfni sérstaks ríkissaksóknara enda hafa erlendir sérfræðingar staðfest að án hennar hefði ekkert gengið.  Hugleysi fylgir honum líka því ekki þorði hann að handtaka eða lögsækja neinn fyrr en að skýrslan kom út, gott að hafa kött til að kenna um ef eitthvað fer illa.  Hvernig væri svo að hann gæfi eitthvað upp í viðtölum heldur en alltaf að koma sér undan svörum. Tvö árin sem hann hefur tekið sér í þetta sýna vanhæfni, hann hefur gefið "sakborningum" nægan tíma til að koma undan peningum og ég efast um að SE láti sjá sig í skýrslutöku núna. Svo væri kannski athugandi hvar í flokkspólitíkinni maðurinn stendur því að gömlu kratarnir, samfylkingarfólk í dag er látið í friði???

Árni G Magnúsar (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 16:42

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er nú ekki sammála þér ÁRni varðandi Ólaf að hann sé huglaus. Hins vegar má hugsa sér að einhver öfl innan kerfisins hafi lagt stein í götu hans. En auðvitað er þetta orðinn fáránlegur tími sem þetta hefur tekið

Finnur Bárðarson, 8.5.2010 kl. 16:51

3 Smámynd: Offari

Nú fer þetta að byrja nú verða allir nema Davíð handteknir.

Offari, 8.5.2010 kl. 17:19

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já Offari þetta verður megabiðröð, ertu nokkuð búinn að ná þér í númer ? :)

Finnur Bárðarson, 8.5.2010 kl. 17:26

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það næst ekkert upp úr þessum gæjum nema þeir verði látnir svitna í gæsluvarðhaldi. Ef glæponarnir eiga aðeins að mæta í "spjall" og geta svo farið heim í rauðvín, tertur og tott á milli viðtala, skeður ekkert.

Langur tími rannsóknar er fyrst og fremst tilkomin vegna mannfæðar við rannsóknina, því  stjórnvöld hafa tæplega enn áttað sig á hve risavaxið þessi svikamillar er í raun og því ekki veitt til hennar nægjanlegu fé.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.5.2010 kl. 17:27

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Offari, Davíð á ekki að handtaka frekar en önnur óargadýr. Við þau eru viðhöfð önnur og þarflegri vinnubrögð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.5.2010 kl. 17:30

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gæsluvarðhaldi hefur verið lýst sem víti á jörð. Nú geta þeir fundið örlítinn keim af því hvað það er í raun og veru að vera alvöru glæpamaður.

Finnur Bárðarson, 8.5.2010 kl. 17:36

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er alveg ný skilgreining á gæsluvarðhaldi, henni hefur ekki verið haldið svo mjög á lofti þegar "venjulegir" glæpamenn hafa þurft að sæta gæsluvarðhaldi. Enda  ólíku saman að jafna Jóni og séra Jóni.

Það var gaman að sjá þennan fróma stjörnulögfræðing láta þetta útúr sér og segja að hann hefði séð hörðustu glæpamenn bogna í gæsluvarðhaldi. Ég sem hélt að hann hefði einungis varið saklausa menn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.5.2010 kl. 21:03

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Megi Heiðar Már bogna Axel. En þett er í fyrsta skipti að talað er um víti á jörð þegar Armani lðið fær að prófa. Skinkubréfsþjófurinn fékk að prófa þetta án þess að fjölmiðlar blönduðu sér í málið.

Finnur Bárðarson, 8.5.2010 kl. 21:16

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Maður er eiginlega orðlaus yfir steypuni frá Jakopi og Bubba.

Bubbi reyndar er í stöðugri ímyndarleit.. veit ekki hvaða skoðun hann á að hafa á morgun og er búinn að fara það marga hringi í kringum sjálfan sig hvað skoðanir og viðhorf áhrærir, að hann hlýtur að fá svimaköst með jöfnu millibili.

Jakop aftur á móti er að mínu mati hreinræktaður tækifærissinni með mikla athyglisþörf.

Það fer sennilega illa í hann að fólk er smátt og smátt að gleyma honum,,ekki gekk pólitíkin hjá honum..þannig að ef til vill er þetta örvæntingarfull aðferð hjá honum til þess að ná sér í athygli...loka atrenna.

hilmar jónsson, 8.5.2010 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband