Ótti valdastéttarinnar
30.4.2010
Valdastéttin hræðist almúgann mest af öllu. Hann er óútreiknanlegur. Í vanmætti sínum og getuleysi reynir hún að skapa ótta og þá eru nokkrir valdir út af handahófi og refsað öðrum til viðvörunar. Þetta er vel þekkt aðferð í flestum löndum, sem alltaf er dæmd til að mistakast. Því fólk hræðist ekki pappírstígra, sem telja sig yfir allt og alla hafið. Virðing fyrir stjórnvöldum, dómstólum og þingi er engin í dag enda ekki nokkur ástæða til.
Þinghald undir lögreglustjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála! Fyrirlitning almennings á þingmönnum og ríkisstjórn, réttarkerfinu, dómstólum og lögreglunni magnast nú dag frá degi. Ef fram heldur sem horfir endar þetta með ósköpum.
corvus corax, 30.4.2010 kl. 15:43
Gott að vita af lögreglunni sennilega sú stofnun sem stjórnmálamenn geta ekki lengur vasast í ?
En þessi viðbrögð vekja ótta hjá yfirvöldum sem þverast við að axla ábyrgð og er greinileg taugaveiklun í gangi nú höfum við skýrsluna reiða landsmenn en samt bíða allir eftir að flokkarnir taki sig á en ekki persónur og leikendur.Ef verkin tala ekki hátt og skýrt að ofan þá kemur það að neðan eða úr annari átt
Huckabee, 30.4.2010 kl. 16:12
huckabee ertu geimvera???????
Sigurður Helgason, 30.4.2010 kl. 16:40
Ég er nú ekki að agnúast út lögregluþjóna en bæði eins og corvus og Huckabee segja er öll virðing fyrir þessari elítu horfin og það er farið að krauma undir katlinum.
Finnur Bárðarson, 30.4.2010 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.