Skjaldborgin er bara ætluð auðmönnum
8.3.2010
Greint er frá því á DV að kona hafi misst eiginmann sinn af slysförum og þurfi að sjá fyrir þremur börnum. Við henni blasir gjaldþrot. Bjarni Ármannsson fékk 500 milljónir afskrifaðar án þess að þurfa að hafa samband við bankann og holdgervingur spillingarinnar, Finnur Ingólfsson fær að sjálfsögðu sína 3,5 milljarða afskrifaða. Konan vildi borga Íslandsbanka höfuðstólinn, tæplega fimm milljónir króna og fá um það bil 1,5 milljóna verðbætur niðurfelldar. Þessu tilboði hafnaði Íslandsbanki alfarið. Óréttlætið blómstrar í skjóli stjórnvalda sem hafa fátt annað að segja "þetta er dálítið súrt" og bankarnir standa vörð um ránshyskið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað er þetta Finnur, ef komið verður ögn til móts við smáfuglana, hverjir eiga þá að standa undir afskriftum á skuldum nafna þíns og annara skítseiða?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2010 kl. 16:24
Nú sé ég þetta í réttu ljósi Axel, þessi neikvæðni í mér lofar ekki góðu og vera að agnúast út í Finn Ingólfsson, úff :) Maður verður bara að fara að blogga um blómarækt held ég.
Finnur Bárðarson, 8.3.2010 kl. 16:27
Í sömu frétt DV var sagt frá 88 milljörðum Ólafs Ólafssonar sem á að láta hverfa eins og ský fyrir sólu. Það eru nálægt 300.000 á hvert mannsbarn í landinu!
Þessir auðmenn mættu gjarnan leggja hönd á plóginn við endurreisnina, sækja milljarðina frá skattaparadísunum og koma með heim. Ætli þeir myndu þá ekki getað sofið betur eins og Pálmi Fons sem kvartar sáran um svefnleysi og að hann finni sig eins og lokaðan í stofufangelsi.
Einu sinni var sagt að menn sköpuðu sjálfir sín örlög. Er eftirsóknarvert að koma sér upp auð ef maður getur ekki notið hans? Margur verður af aurum api!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.3.2010 kl. 16:16
Smáleiðrétting: „ský fyrir sólu“ - þarna átti auðvitað að standa: „dögg fyrir sólu“.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.3.2010 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.