Þjóðrembuumræða um þessa martröð
14.1.2010
Ýmsir bloggarar hafa verið duglegir að benda á hversu stórkostlegt það er að litla "fátæka" Ísland hafi verið fyrst á vettvang og þetta framtak myndi örugglega auka vinsældir okkar. En það var hópur óeigingjarnra, sem bauð sig fram, ekki til að afla sér eða þjóðinni vinsælda, heldur til að leggja hönd á plóg eins og hundruð annarra gera. Við sem heima sitjum getum sýnt raunverulegan stuðning með því að hringja í Söfnunarsímann 9041500.
Er í fyrsta verkefninu á Haíti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega, sammála síðasta ræðumanni!
Níels Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 16:08
Hringdi strax í dag. Það er oft sem útlendingar verða hissa á okkur og þessi athygli er góð, þó tilefnið sé skelfilegt. Kapítalið hefur þá ekki gegnsýrt alla þjóðina og við styðjum náungann þegar þarf
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 21:09
Gott innlegg Hólmfríður
Finnur Bárðarson, 14.1.2010 kl. 22:26
Ég er stoltur ef Íslendingum sem láta gott af sér leiða. Þí finnst mér þjóðremban eiga fullan rétt á sér í þessu tilviki.
Offari, 15.1.2010 kl. 13:45
Þessu má svo við bæta að þótt þessi björgunarleiðangur sé kostnaðarsamur, Þá græðist mikilvæg reynsla sem gæti nýst okkur síðar. Þótt maður voni alltaf það besta.
Offari, 15.1.2010 kl. 13:57
Þjóðremba á aldrei rétt á sér, hún er ímyndun um eitthvað sem ekki er til og oftast byggð á vanmáttakennd. En vona að þetta verði til að auka reynslu sveitarinnar.
Finnur Bárðarson, 15.1.2010 kl. 15:33
Konan mín rak mig í símann minn og fór svo sjálf í sinn. Stoltur af okkar mönnum þarna suður frá.
Ursus, 15.1.2010 kl. 18:07
Flott Ursus og auðvitað megum við vera stolt af þeim einstklingum sem hafa lagt þetta á sig
Finnur Bárðarson, 15.1.2010 kl. 18:23
Vel mælt Finnur. Það er fáránlegt að við séum að upphefja okkur vegna þessa en þessir drengir eru hetjur en mér er alveg sama hvort CNN viti af því eða ekki eða Norðmenn sem hrósa okkur af því að við séum svo fátæk. Eigum við að breyta okkur af því að það er kreppa? Ég held nú ekki.
Guðmundur St Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 23:55
Guðmundur. Það litla sem ég gat gert var að senda einhverjar krónur. Ég er ekki stoltur yfir mér, en sáttur við að hafa þó gert eitthvað. Vona innilega að hjálpsemi hverfi ekki úr þjóðarsálinni líka.
Finnur Bárðarson, 16.1.2010 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.