Sagan endurtekur sig
6.1.2010
Nú eru allir þeir sem vara við neikvæðum afleiðingum vegna ákvörðunar forsetans úthrópaðir, sem föðurlandssvikarar og vitleysingjar. Nákvæmlega það sama gerðist þegar ýmsir málsmetandi menn vörðuðu við yfirvofandi bankahruninu á sínum tíma. Þá hafði þjóðremban náð stórkostlegum hæðum, en nú virðist hún stefna í enn hærri hæðir, þar sem sýndarveruleikinn einn ræður ríkjum en engin rökhugsun.
Neikvæð umræða hentar ríkisstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já það er dapurlegt hvert þetta falska þjóðarstollt er að leiða okkur Finnur.
hilmar jónsson, 6.1.2010 kl. 14:44
Óvandað skrum, óábyrgð og mikilmennsku brjálæði eru eitt af mörgum orðum sem þjóta í gegnum hugann þegar maður heyrir spunamanninn Sigmund tala.
Andrés Kristjánsson, 6.1.2010 kl. 16:23
Þjóðin stefnir hraðbyri að fá yfir sig þá stjórn sem hún virðist, því miður, eiga skilið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2010 kl. 16:35
Þá hungrar í stólana, IceSafe er bara hentugt tæki til að ná því.
Finnur Bárðarson, 6.1.2010 kl. 16:49
Kjarkleysi þessara aumingja ríður ekki við einteyming. Það er ekkert að marka hótanir þessara útlendu slúbberta. Við höfum réttinn okkar megin. Okkur verður ekki í hel komið.
Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 22:38
Sigmundur hefur málað sig svo rækilega útí horn, að hann er orðinn naglfastur þar! Reynir að rífa sig lausan! Það kostulega við þennan pésa og hinn gullkálfinn, er að nú vilja þeir að þingið sameinist um lausn. Þessir sömu og hlupu frá sameiginlegum niðurstöðum nefndarstarfa sumarsins! Allan tíman hafa þeir reynd að nota Icesave til að pota sér nær valdastólunum! Svona ruggupésar....
Auðun Gíslason, 6.1.2010 kl. 23:58
Þegiðu Auðun og skammastu þín, nú eigum við öll að standa saman sem einn maður að baki forseta vorum. Hann lifi, húrra........!
Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 00:12
Hlustum á Madame Evu Joly. Öndum rólega og vinnum málinu brautargengi á alþjóðavísu. Fyrsta sem þarf að gera er að leiðrétta þá vitleysu sem allt of margir illa upplýstir blaðamenn og stjórnmálamenn í landi Breta og Hola að við ætlum ekkert að greiða. Það hefur eitthvað mistekist að koma okkar málstað á framfæri til útlendinganna.
Guðmundur St Ragnarsson, 7.1.2010 kl. 00:58
Eins verða þessir dauðhræddu bloggarar að hysja upp um sig brækurnar og bera sig eins og menn. Það er dapurlegt að horfa upp á þetta ömurlega bölsýnisrúnk í mannskapnum.
Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 01:01
bölsýnisrúnk ? nýyrði úr orðabók Baldurs
Jón Snæbjörnsson, 7.1.2010 kl. 13:46
Hehe dálítið flott orð verð ég að segja en ég ætla nú ekki að kenna barnabörnunum það.
Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 14:04
Bölsýnisrunk og svo sagði hann ekki meora þann daginn. Jæja má vera. En í ljósi sögunnar held að það sé full ástæða til að vera á varðbergi og jafnvel búast við hinu versta. Þeir sem eru sigurvissir með þjóðrtembuna eina að vopni munu tapa öllu styrjöldum að lokum. Hvernig fór ekki fyrir vesalings Ítölunum.
Finnur Bárðarson, 7.1.2010 kl. 15:21
Finnur, eigi erum vér af spaghettiætum komnir heldur erum vér afkomendur hinna djörfu norrænu víkinga. Talsverður munur, eh?
Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 15:32
He, he, já hann lá vel við höggi, blessaði óvopnaði smalinn á sínum :) Jú bara storma aftur til Lindisfarne og sækja gullið frá Bretum
Finnur Bárðarson, 7.1.2010 kl. 17:31
en ekki skal standa á mér að taka fram stálglófana miklu ef það á að kúga okkur til hlíðni. Annars vil ég heldur nota þá á útrásarpakkið.
Finnur Bárðarson, 7.1.2010 kl. 17:38
Þú ert alltaf að þusa um þessa glófa þína - eru þeir ekki farnir að ryðga af því að liggja svona ónotaðir?
Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 17:46
Ég er alltaf að pólera með Brasso, þeir eru tilbúnir, með göddum :) (þusa um glófana he, he )
Finnur Bárðarson, 7.1.2010 kl. 18:14
Ég ætla ekki að fara hér í neina nýiorðasmíð. Ég tek bara undir með þér Finnur að þjóðremban er komin á mjög hátt stig. Veruleikinn er líka sá að þetta útspil forsetans er að gera meira ógagn en gagn. Við erum í afar veikri samningsstöðu með þetta mál og svo getur farið að við sitjum föst í uppyggingunni um óákveðinn tíma.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.1.2010 kl. 01:54
Þetta er sennilega rétt hjá Hólmfríði. Við gætum til dæmis lent í því að Icesave skuldin yrði afskrifuð og málið hreinlega fellt niður. Þá erum við í djúpum skít - og allt forsetanum að kenna.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 11:11
úúffff segðu Hólmfríður ........... þú þekki kallinn
Jón Snæbjörnsson, 8.1.2010 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.