Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hverjir lesa blogg ?

Bara bloggarar sjálfir lesa blogg. Þetta gæti verið niðurstaðan úr óvísindalegri rannsókn hjá mér meðal vina, vandamanna og starfsfélaga. Örfáir lásu Moggabloggið og enginn að staðaldri. Konurnar í vinnunni voru ekki að skafa af því: "Bloggið er griðastaður fyrir miðaldra leiðinlega karla á breytingarskeiði". Tók ekki frekar þátt í umræðunni og fór að tala um veðrið.

Össur í útrásinni

Meðan blóðugur niðurskurður er á fullu t.d í heilbrigðiskerfinu, sér Össur enga ástæðu til að rifa seglin í sínu ráðuneyti. Hann heldur áfram að stækka hirðina í kringum sig og fjölga tilgangslausum vínsmökkurum um víða veröld.
mbl.is Nýr sendiherra í Lettlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir borga ekki skuldir

Útrásarmenn borga aldrei skuldir enda hefur forsprakki þeirra í Noregi, Bjarni Ármannsson, tekið af allan vafa með það mál þegar hann sagði að "það væri óábyrgt að greiða skuld". Þetta er mottó þessarra manna.
mbl.is Samson greiddi lánið árið 2005
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum þá afplánun í sínu heimalandi strax

en leyfum stúlkunni að vera hér um kyrrt ef hún svo kýs.
mbl.is 5 ára fangelsi fyrir mansal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjaldborgin er bara ætluð auðmönnum

snilld.jpgGreint er frá því á DV að kona hafi misst eiginmann sinn af slysförum og þurfi að sjá fyrir þremur börnum. Við henni blasir gjaldþrot. Bjarni Ármannsson fékk 500 milljónir afskrifaðar án þess að þurfa að hafa samband við bankann og holdgervingur spillingarinnar, Finnur Ingólfsson fær að sjálfsögðu sína 3,5 milljarða afskrifaða. Konan vildi borga Íslandsbanka höfuðstólinn, tæplega fimm milljónir króna og fá um það bil 1,5 milljóna verðbætur niðurfelldar. Þessu tilboði hafnaði Íslandsbanki alfarið. Óréttlætið blómstrar í skjóli stjórnvalda sem hafa fátt annað að segja "þetta er dálítið súrt" og bankarnir standa vörð um ránshyskið.

Fleiri feit NEI ?

Gefum okkur það að IceSafe skuldin verði hreinlega afskrifuð að fullu, sem ekki er líklegt, þá standa út af borðinu aðrar skuldir, sem nema nálægt 90 % af heildarskuldum Íslands þegar búið er að taka IceSafe skuldina burt. Munum við þá ekki segja feitt NEI við þeim skuldum líka, sem við stofnuðum ekki til ?

Krókódílatár

Í DV iðrast Pálmi í Fons alls sem hann hefur gert og tekur nánast á sig sökina einn vegna hrunsins. En við þurfum bara enga leiksýningu og flóðbylgju af krókódílatárum. Við viljum peningana sem hann hafði af þjóðinni. Þá fyrst getum við hugsanlega rétt honum vasaklútinn, ekki fyrr.

Næsta mál á dagskrá

Þegar IceSafe storminn tekur að lægja þá trúi ég ekki öðru en að ofurbloggarar snúi sér með sama krafti að gjaldþroti Seðlabankans. Ekki ætlum við að borga skuldir óreiðumanna ? Við segjum að sjálfsögðu feitt NEI við þeim ósóma.
mbl.is Hlé gert á Icesave-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innrásin gengur vel

Niðurlæging kröfuhafa er algjör. Að láta fjárglæframenn kúga sig til hlíðni. Eftir nokkur ár verða þeir komnir með 25 prósenta hlut í Bakkvör og þeir munu ekki láta staðar numið þar. Eðli þeirra bræðra mun ekkert breytast í stjórnlausri peningagræðgi þeirra á kostnað almennings. Er þetta siðferði viskipta á "nýju" Íslandi ? Þessa menn verður að keyra í persónulegt þrot áður enn þeir valda enn meiri skaða.
mbl.is Nauðasamningar Bakkavarar samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn fundur

en öflug gagnkvæm virkni. Er einhver skygginlýsing á æðra astralplani í gangi?
mbl.is „Mjög virk samskipti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband