Finnur Ingólfsson í öryggismálin

finnu.jpgSamkvæmt frétt í DV þykir líklegt að sjálfur holdgervingur spillingarinnar ætli að "kaupa" öryggisfyritækið Securitas með fulltyngi fyrrverandi þingmanns framsóknarflokksins Guðjóns Ólafs Jónssonar. Nákrumla Framsóknar er að teygja sig upp úr ormagryfjunni til að krækja sér í síðustu bitana. Ef satt reynist trúi ég ekki öðru, en að viðskiptavinir Securitas muni keyra fyrirtækið í þrot með því að beina viðskiptum annað.

Gleymum hvalaskoðun og hálendisrápi

og bjóðum upp á almennilegt fjör. Loftbardagar t.d. yfir Þingvöllum á miðsumarnótt með æsandi drunum. Það getur enginn slegið út slíka þjónustu við ferðamenn og að sjálfsögðu á það vera undir stjórn Ferðaþjónustu bænda.

Hvað hafa þessar s.k. skilanefndir að fela ?

Þær harðneita að láta Ríkisskattsjóra frá umbeðin gögn. Maður hlýtur að álykta að þessar nefndir búi yfir upplýsingum sem þola ekki dagsins ljós. Eru nafndarmenn kanski flæktir í þessi mál sjálfir ? Að sjálfsögðu á Ríkisskattstjóri ekki að biðja þessa gaura um eitt eða neitt. Hann á einfaldlega að senda hóp vaskra á staðinn sem tekur þau gögn sem honum sýnist.
mbl.is Hundraða milljarða skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband