Ótti valdastéttarinnar
30.4.2010
Valdastéttin hræðist almúgann mest af öllu. Hann er óútreiknanlegur. Í vanmætti sínum og getuleysi reynir hún að skapa ótta og þá eru nokkrir valdir út af handahófi og refsað öðrum til viðvörunar. Þetta er vel þekkt aðferð í flestum löndum, sem alltaf er dæmd til að mistakast. Því fólk hræðist ekki pappírstígra, sem telja sig yfir allt og alla hafið. Virðing fyrir stjórnvöldum, dómstólum og þingi er engin í dag enda ekki nokkur ástæða til.
![]() |
Þinghald undir lögreglustjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það þarf lygamæli
28.4.2010
Ég hef það á tilfinningunni að vel flestir stjórnamálamenn séu að segja mér ósatt. Svo ekki sé talað um útrásarböðlana sem ljúga stanslaust. Lygamælir gæti á einfaldan hátt bætt úr þessu til að komast að hinu sanna. Bandaríkjamenn hafa góða reynslu af þessu apparati.

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú getur hann bætt í
26.4.2010
Forsetinn er í Indónesíu að fræða heimamenn um jarðhita. Nú ætti hann að nota tækifærið og upplýsa heimsbyggðina um eitraðar gufur frá t.d. Heilisheiðarvirkjun því það er skilda okkar að upplýsa um slíka vá. Þá væri kanski hægt að þoka afbókunum ferðamanna upp í 100 % ef góður vilji er fyrir hendi.